fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Eyjan

„Mikilvægt skref í jafnræðisátt“ – Ása og Björg í Hæstarétt

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Ólafsdóttir og Björg Thorarensen hafa verið skipaðar í embætti dómara við Hæstarétt Íslands.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að með þessu séu stigin mikilvæg skref í jafnræðisátt.

„Hér er verið að stíga mikilvægt skref í jafnræðisátt þar sem nú verða 3 af 7 dómurum við réttinn konur. Það er fagnaðarefni að slíkt gerist á 100. afmælisári Hæstaréttar Íslands og tilefni til að rifja upp lokaorð ræðu minnar sem ég flutti á afmælishátíð réttarins 16. febrúar sl.:

„Þótt margt hafi þróast til betri vegar í störfum og starfsumhverfi Hæstaréttar á liðnum árum og áratugum verður ekki hjá því komist að nefna hve seint og illa hefur reynst að tryggja jafnræði kynjanna meðal dómara réttarins. Kona var fyrst skipuð dómari við Hæstarétt árið 1986 en það var Guðrún Erlendsdóttir. Á 100 ára afmælinu eru aðeins 2 dómarar af 7 konur. Á árum áður voru karlar vissulega mun fleiri en konur í hópi lögfræðinga. Sú staða hefur gjörbreyst. Konur eru nú mjög áberandi á meðal lögmanna, dómara og kennara í lagadeildum háskólanna. Vonandi kemur til þess fyrr en síðar að staðan verði jafnari hvað varðar dómaraskipun við æðsta dómstól þjóðarinnar.“.“

Ása hefur starfað lengi við lagadeild Háskóla Íslands, sem dósent og sem prófessor frá árinu 2018. Hún hefur einnig sinnt umfangsmiklum fræðastörfum, einkum á sviði fjármunaréttar og réttarfars. Hún var fyrr á árinu settur dómari við Landsrétt, frá 25. febrúar – 30. júní.

Björg hefur verið prófessor við lagadeild Háskóla Íslands frá 2002 og sinnt umfangsmiklum fræðastörfum, einkum á sviði stjórnskipunarréttar og mannréttinda, en einnig á sviði þjóðaréttar, persónuverndarréttar, stjórnsýsluréttar og sakamálaréttarfars. Hún var settur dómari við Landsrétt á þessu ári , frá 1. janúar – 30. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar fyrir öryrkja

Þetta eru aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar fyrir öryrkja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólína lyftir hulunni – „Þessa bók þurfti að skrifa“

Ólína lyftir hulunni – „Þessa bók þurfti að skrifa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl segir ríkisstjórnina vega að leigubílstjórum – „Leyfislausir skutlarar og aðrir lögbrjótar“

Karl segir ríkisstjórnina vega að leigubílstjórum – „Leyfislausir skutlarar og aðrir lögbrjótar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir“

„Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir“