fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 20:00

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví, þingmaður Pírata, veltir því fyrir sér hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti sem skýri með einhverjum hætti hópsýkinguna. Björn segir að þetta sé eina spurningin sem ekki tókst að fá svarað í annars í góðum Kastljósþætti Einars Þorsteinssonar sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítalans, en mörgum þótti Einar ganga of hart fram í viðtalinu. Björn er ekki á meðal þeirra. Hann segir í nýjum pistli á Facebook:

„Málefnið er alvarlegt og viðkvæmt á sama tíma og spurningarnar sem vakna hljóta að vera stórar hjá öllum. Hvernig gat þetta gerst? Var hægt að koma í veg fyrir þetta?
Það er erfitt að spyrja krefjandi spurninga í viðkvæmum málum en það er nákvæmlega það sem gerist í þessu viðtali. Afurðin eru góð og skýr svör að öllu nema einu leyti. Einni, mjög eðlilegri spurningu, var ekki svarað. Voru engin mistök gerð?
Ég skil það vel að það sé erfitt að svara þessari spurningu. Mögulega getur viðkomandi játað á sig eitthvað sem hefur afdrifaríkar afleiðingar. Eitthvað sem ætti að upplýsast í eðlilegu rannsóknarferli. Vandamálið er að sú skýrsla sem liggur fyrir kennir bara aðstæðum um, húsnæðinu. Þýðir það samt ekki í raun og veru að smitvarnir hafi ekki tekið nægilegt tillit til húsnæðissins?
Að þar hafi smitvarnir verið vanmetnar miðað við aðstæður?
Miðað við hvernig fór virðist það vera augljóst svar. Var það fyrirsjáanlegt? Það er hins vegar alls ekki augljóst né sjálfgefið.“
Björn víkur síðan að gagnrýninni sem Einar hefur fengið fyrir framgöngu sína í þættinum og er ekki sammála henni:
„Miðað við það sem ég hef séð á samfélagsmiðlum þá hefur Einar fengið gagnrýni fyrir að ganga hart að Má í þessu viðtali. Fyrir einhverju síðan var Einar hins vegar gagnrýndur fyrir að vera ekki nægilega aðgangsharður við forsætisráðherra. Í bæði skiptin fannst mér amk viðtölin vera mjög vel gerð. Upplýsingarnar sem komu úr þessum tveimur viðtölum eru mjög gagnlegar og ég efast ekki um að ástæðan fyrir því er hvernig spurningum var beint að viðmælendum. Það getur líka verið að fólk haldi mismikið með viðmælendum og krefjist aðgangsharðari aðferða gagnvart viðmælendum sem það „heldur ekki með“ … en það er svo sem bara mín ágiskun.
Allavega, gott viðtal sem skilaði góðum upplýsingum inn í umræðuna.“

https://www.facebook.com/bjornlevi/posts/10159078307286869

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki