fbpx
Mánudagur 25.janúar 2021
Eyjan

Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi

Heimir Hannesson
Mánudaginn 16. nóvember 2020 10:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagstofa Íslands hefur uppfært talnaefni yfir laun fullvinnandi launamanna árið 2019. Kennir þar ýmissa grasa og er sumt til þess fallið að koma á óvart en annað alls ekki.

Þannig eru hæst launaðasta starfsstétt landsins árið 2019 forstjórar og aðalframkvæmdastjórar fyrirtækja og stofnana með rétt tæplega 2 milljónir á mánuði. Lægst launaða starfsstéttin eru störf við barnagæslu, en meðallaunin þar eru 398 þúsund krónur. Fimm starfsmenn í barnagæslu eru því samanlagt með jafn há laun og einn í flokki forstjóra og aðalframkvæmdastjóra.

Í samantekt Kjarnans á launum forstjórum fyrirtækja skráð í kauphöllina kemur fram að meðallaun þeirra voru árið 2019 4,8 milljónir króna og hækkuð um 100 þúsund á milli ára. Hæstu launin samkvæmt Kjarnanum hafði Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel, eða um 12,3 milljónir króna. Heildarverðmæti félagsins í kauphöllinni í lok árs 2019 var 473,4 milljarðar króna og er langverðmætasta íslenska fyrirtækið. Þá sagði Kjarninn einnig frá því í haust að aðeins 8 konur séu á meðal 100 launahæstu forstjóra landsins.

Þá vekur athygli að í flokki yfirmanna framleiðslu- og rekstrardeilda, eru allir flokkar með yfir eina milljón í mánaðarlaun, að meðaltali, nema tveir. Það eru yfirmenn í heildsölu og smásölu, og yfirmenn í hótel- og veitingahúsarekstri. Yfirmenn í hótel- og veitingahúsarekstri þáðu um 721 þúsund í mánaðarlaun í fyrra, en meðallaun flokks yfirmanna er rúm 1,1 milljón. Hæstlaunuðu yfirmenn landsins eru yfirmenn framleiðslu- og rekstrardeilda í þjónustufyrirtækjum með um 1.670 þúsund.

Læknar best launuðu sérfræðingarnir

Talsvert meira ber á milli hæst launuðu og lægst launuðu sérfræðinga landsins. Sérfræðilæknar eru með um 1,5 milljónir á mánuði að meðaltali, en lægst launuðu sérfræðingarnir, kennarar á leikskólastigi, eru með um 570 þúsund á mánuði að meðaltali.

Þá vekur athygli að sérfræðingar í sjúkraþjálfun eru aðeins með um 600 þúsund á mánuði. Það er vel undir meðallaunum sérfræðinga á Íslandi, sem eru 830 þúsund krónur.

Í flokki tækna og sérmenntaðs starfsfólks var einnig talsverður munur á hæstu og lægstu flokkum starfa. Þannig voru meðallaun fyrir störf tengdum ráðgjöf eða sölu verðbréfa lang hæst í flokknum eða rúmlega 1,6 milljón á mánuði. Einnig eru sérfræðistörf tengd skipa- og flugsamgöngum einkar há, eða 1,539,000 á mánuði að meðaltali.

Meðallaun fyrir umönnunarstörf fatlaða eru lægst í flokknum, eða um 439 þúsund krónur. Það er jafnframt lægst launaði flokkur starfsmanna á landinu.

Meðallaun skrifstofumanna eru um 584 þúsund krónur og dreifing nokkuð jöfn innan þess flokks. Hæstu launin hafa skrifstofufólk í bankastarfsemi, tölfræði eða tryggingum með um 662 þúsund að meðaltali en lægstu launin fá starfsmenn bókasafna, skjalasafna og þeir við póstflokkun o.s.frv., með um 420 þúsund á mánuði.

Barnagæslustörf þau lægst launuðu á landinu

Á meðal þjónustu, umönnunar og sölustarfa er munurinn á hæstu og lægstu launum heldur lítill. Meðallaun innan flokksins er um 581 þúsund krónur, en áberandi lægstu launin eru störf í barnagæslu með um 398 þúsund á mánuði. Það er jafnframt lægst launaða starfsstétt landsins.

Hæstu launin í flokknum eru störf í löggæslu og fangavörslu. Lögreglumenn eru með um 826 þúsund á mánuði í heildarlaun að meðaltali og fangaverðir með 744 þúsund.

Af öðrum störfum má nefna að fiskvinnslufólk er með um 541 þúsund að meðaltali.

Píparar eru með tæpar 900 þúsund á mánuði og rafvirkjar og húsasmiðir með rúmar 800 þúsund.

Þá skal nefna að upplýsingar um nokkrar starfsstéttir lágu ekki fyrir. Til dæmis: Störf við handþvott og pressun, störf við glugga- og bílaþvott, störf mælaálesara og starfsfólks við sjálfsala. Enn fremur liggja ekki fyrir upplýsingar um laun stimplagerðarmanna, hvorki iðnlærðra né óiðnlærðra, og bókbindara,

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“

Dökkt útlit í ferðaþjónustunni – Búa sig undir „Íslendingasumar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinstri græn í Reykjavík velja milli prófkjörs og uppstillingar í kvöld

Vinstri græn í Reykjavík velja milli prófkjörs og uppstillingar í kvöld
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór varar við vinstri stjórn – „Þá munum við aldrei ná viðspyrnu“

Guðlaugur Þór varar við vinstri stjórn – „Þá munum við aldrei ná viðspyrnu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak

Ingibjörg Sólrún til Sameinuðu þjóðanna – Mun starfa að kosningamálum í Írak
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna

Þorsteinn segir þetta vera mestu hættuna í kjölfar óeirðanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga segir nóg komið

Inga segir nóg komið