fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Guðmundur segir að Bjarni sé pirraður – „Eins og hann sé yfir þetta allt saman hafinn“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bjarni er rosalegur pirraður stjórnmálamaður. Og móðgaður,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar, í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter. Fjölmiðlamaðurinn Eiríkur Jónsson vakti athygli á færslu Guðmunds á heimasíðu sinni.

Guðmundur útskýrir síðan hvað hann á við „Móðgast ef ákvarðanir hans eru véfengdar, móðgast ef einhver er ósammála honum og pirraður þegar einhver spyr spurninga. Eins og hann sé yfir þetta allt saman hafinn,“ segir Guðmundur og spyr að lokum hvort Bjarni hafi alltaf verið svona. „Hefur þetta alltaf verið svona? Hvað gerðist?“

„Þvílíkur þvættingur, þvílíkur málflutningur.

Guðmundur útskýrir ekki hvaða atvik hann á nákvæmlega við en svo virðist vera sem hann hafi verið að tala um svar Bjarna við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar, formanns Viðreisnar, um þungunarrof í Póllandi. „Ég geri mér vissulega grein fyrir því að þetta mál er viðkvæmt innan Sjálfstæðisflokksins þar sem átta þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn þungunarrofi og stjórnarfrumvarpi heilbrigðisráðherra,“ sagði Þorgerður í fyrirspurninni.

„En ég vil engu að síður spyrja hæstvirtan ráðherra, af því að hér snýst þetta um réttindi kvenna, þetta snýst um mannréttindi. Ég vil spyrja formanns Sjálfstæðisflokksins og hæstvirtan fjármálaráðherra: Deilir hann þessum áhyggjum, sem forsætisráðherra lýsti mjög skýrt hér á Íslandi og reifaðar hafa verið vegna stöðu kvenna í Póllandi? Eða er hæstvirtur ráðherra á þeirri skoðun að konur eigi algerlega tilneyddar að ljúka meðgöngu þrátt fyrir að ljóst sé að barn muni ekki lifa það af eða töluverð áhætta geti fylgt því, bæði fyrir móður og barn?“

Bjarni svaraði þá Þorgerði og sagðist ekki átta sig á því hvert hún væri að fara. „Til dæmis er vísað í það að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki stutt frumvarp til breytinga á reglum um þessi efni. Þá skulum við spyrja okkur hvers vegna það var, um hvað athugasemdir þingmannanna snerust. Snerust þær um það að hæstvirtir þingmenn vildu taka upp reglurnar sem er verið að vísa í að gildi í Póllandi? Verið er að gefa það í skyn hér,“ sagði Bjarni og hélt áfram.

„Þvílíkur þvættingur, þvílíkur málflutningur. Það er algerlega með ólíkindum að hlusta á þetta, þetta er einhver ömurlegasta tilraun sem ég hef hlustað á lengi til að tengja Sjálfstæðisflokkinn við eitthvert hneykslismál út í Evrópu. Má ég biðja um að þetta sé á aðeins hærra plani?“

„Sjarmatröllið og svo pirraði Bjarni“

Í athugasemdum undir færslu Guðmunds taka nokkrir í sama streng og fyrrverandi bæjarstjórinn. „Bjarni virðist vera með tvær stillingar. Sjarmatröllið og svo pirraði Bjarni,“ segir Valur nokkur en bætir þó við að honum finnist höggið ekki vera gott hjá Guðmundi. „Að því sögðu, þá er það nú samt súrt lowblow að vera eitthvað að spyrna Bjarna og félaga við Lög og Reglu og eitthvað kvenhatur í Póllandi. Það er líklega af nógu öðru að taka.“

Jón nokkur virðist vera á sama máli og Valur. „Umræðurnar inná þingi eru þess eðlis þessa daganna að það er erfitt að halda haus. Oft var kvartað yfir því að BB sýndi engar tilfinningar og svo þegar hann sýnir þær þá eru þetta of miklar tilfinningar, vandlifað maður,“ segir Jón.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki