fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Eyjan

Gunnar Bragi reiður Sjálfstæðisflokknum og óttast hælisleitendur – „Verja landið fyrir mögulegum glæpamönnum“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 11:40

Gunnar Bragi Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, virðist smeykur í garð hælisleitenda ef marka má pistil hans sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Pistill hans ber nafnið Evrópa vaknar vegna hælisleitenda, en þar hvetur hann til hertari aðgerða í málum þeirra. Hann segir að stundum sæki hælisleitendur um vernd „að tilefnislausu“ og að með í för þeirra séu gjarnan glæpamenn.

Hann byrjar á að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn vegna „aðgerðaleysis“ í málum hælisleitenda. Hann sakar ráðherra um að forðast að horfast í augu við „vandann“.

„Umræða um stöðu hælisleitenda verður stöðugt háværari og fyrirferðarmeiri og margt sem knýr á um markvissari vinnubrögð stjórnvalda í þessum málaflokki. Þeir ráðherrar sem farið hafa með málefni hælisleitenda og landamæra Íslands hafa undanfarna áratugi undantekningarlítið komið úr röðum Sjálfstæðismanna sem væntanlega skýrir aðgerðaleysið. Ráðherrarnir hafa forðast að horfast í augu við vandann, að um alla Evrópu eru einstaklingar að sækja um hæli og eða vernd að tilefnislausu.

Því miður hefur umræða um þessa þróun verið lítil og ómálefnaleg og byggst á ónógum gögnum. Ráðherrar málaflokksins hafa fremur verið að elta umræðuna en að stýra stefnumótun sem byggist á staðreyndum.“

Gunnar segir að fólk sem hafi áhyggjur af komu hælisleitenda til landsins sé sakað um „öfgar og rangindi“. Að hans mati vilji það einungis herða reglur til að verja landið gegn „mögulegum glæpamönnum“.

„Margir sem hafa varað við þessari þróun eru sakaðir um öfgar og rangindi. Varla getur nokkur hugsandi maður lagst gegn því að herða reglur svo færri leggi upp í tilgangslausar hættuferðir með smyglurum og verja landið fyrir mögulegum glæpamönnum.

Nú eru margir að vakna upp við vondan draum, að ekki eru allir hælisleitendur í leit að betra lífi. Að glæpahópar lifa því miður góðu lífi af því að selja „ferðir“ til betra lífs en skeyta ekki um hvað verður um fólkið.“

Í lok pistils síns segir Gunnar Bragi það „barnaskap“ að halda að einungis gott fólk í hættu vilji koma til Íslands. Hann hvetur til hertari aðgerða vegna þess að honum finnst ljóst að einhver hluti fólksins sem gæti komið væru glæpamenn. Að lokum lætur hann eins og að Íslendingar gætu orðið einir eftir í því að bregðast ekki við.

„Það er barnaskapur að detta í hug að eingöngu gott fólk í hættu leiti til Íslands. Hvers vegna ættu glæpamenn ekki að leita hingað líkt og til annarra landa? Því blasir við að herða þarf eftirlit á landamærum, taka þarf upp þá reglu að þeim sem áður hafa fengið dvalarleyfi innan Schengen verði þegar snúið til baka, að þeir sem sannarlega eiga rétt á að þeirra mál séu skoðuð fái niðurstöðu innan 2-4 mánuða, þeir sem fá hæli fái viðeigandi aðstoð, að skilaboðum um nýjar reglur sé komið vel á framfæri o.fl. Við Íslendingar getum ekki setið eftir þegar aðrir bregðast við.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Valdið sem felst í bjöllunni – Brennivínsréttindin þóttu eftirsóknarverð

Valdið sem felst í bjöllunni – Brennivínsréttindin þóttu eftirsóknarverð
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn ætlar að kæra sjálfan sig til siðanefndar Alþingis

Björn ætlar að kæra sjálfan sig til siðanefndar Alþingis