fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Eyjan

Ríkisstjórnin boðaði 20 blaðamenn á fund til að tilkynna 10 manna fjöldatakmörkun

Heimir Hannesson
Föstudaginn 30. október 2020 13:49

mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli meðal blaðamanna að boðað hafði verið til blaðamannafundar „í persónu,“ í Hörpu. Tilefnið var tilkynning ríkisstjórnarinnar um hertar aðgerðir. Tilkynningin var send fjölmiðlum klukkan 11:38. Þar kom fram að 20 manna hámark væri á fundinn, og voru fjölmiðlar því beðnir um að senda eins fáa og hægt var. Fundurinn var í salnum Silfurbergi í Hörpu.

„Minnt er á sóttvarnaráðstafanir og fjarlægðarmörk og er fjölmiðlafólk vinsamlegast beðið um að bera andlitsgrímu,“ sagði í tilkynningunni.

Hertu aðgerðirnar sem tilkynntar voru um fólu meðal annars í sér að takmarkanirnar munu framvegis eiga við um börn fædd 2015 og síðar, en hingað til hafa börn fædd 2005 og síðar verið undanskilin, og að fjöldatakmörkun yrði færð úr 20 í 10. Munu aðgerðirnar taka gildi á miðnætti.

Furðu vekur að ríkisstjórnin skuli boða til 20 manna fundar þar sem tilkynna skal 10 manna fjöldatakmörkun, og að ekki skuli hafa verið boðað til fundarins með fjarfundabúnaði. Slíkur háttur hefur til dæmis verið hafður á upplýsingafundum almannavarna um langa hríð og þykir hafa gefist vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum

Fjármál ríkislögreglustjóra: Ítrekuð umframkeyrsla og hallarekstur – verktakagreiðslur hlaupa á milljörðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?