fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Helgi Hrafn saknar þess að vera óbreyttur borgari – Þingmennskan óútreiknanleg og tímafrek

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 09:00

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaðurinn Helgi Hrafn Gunnarsson mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu, en er þó hvergi hættur í pólitík. Hann talar beint frá hjartanu um starfið, guðlast, einelti sem mölvar menn og mikilvægi þess að elska börnin sín skilyrðislaust.

Helgi Hrafn er í forsíðuviðtali í nýjasta helgarblaði DV sem kom út í dag. Hér er brot úr viðtalinu.

Það er varla hægt að hefja samtalið öðruvísi en að víkja að viðbrögðum Helga í síðustu viku er jarðskjálfti reið yfir höfuðborgarsvæðið. Helgi stóð þá í ræðustól á Alþingi og vakti myndskeið af honum hlaupa í burtu töluverða lukku í netheimum.

„Það eru nokkrir fjölmiðlamenn búnir að spyrja mig: „Hvernig var þetta?“ Þetta er til á filmu og hægt að sjá hvað gerðist þarna.  Það þýðir ekkert annað en að hafa húmor fyrir

þessu. Ég held að fólki finnist bara fyndið að horfa á fólk bregðast við jarðskjálftum. Það var líka gert grín að Steingrími J. fyrir að vera sallarólegur og Kötu Jak. fyrir að rétt svo bregðast við. Þetta var náttúrulega engin smásmíði þessi jarðskjálfti.

Það væri áhugavert og fyndið að sjá viðbrögðin ef það væru allir landsmenn á myndbandi að bregðast við. Síðan er að koma annar, stærri, innan fárra ára,“ segir Helgi Hrafn, sem er þeim kosti gæddur að geta gert grín að sjálfum sér. Það sást bersýnilega í sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar síðasta föstudagskvöld, þegar Helgi Hrafn skokkaði án orða í gegnum upptökuver RÚV meðan á þættinum stóð.

Farinn en ekki hættur

Helgi Hrafn kveður þingstörfin á næsta ári en segist þó ekki vera að hætta á þingi. „Fólk lítur á það sem ég sé að hætta, því í venjulegu starfi þá vinnurðu þar til þú hættir. En í stjórnmálum ertu að bjóða þig fram fyrir ákveðið tímabil. Það þarf ekki breytingu til að hætta á þingi, það þarf breytingu til þess að halda áfram.

Ef þú ætlar að ráða þig til þess að skrifa bók þá myndir þú ekki segja að þú værir að hætta sem rithöfundur þegar bókin er búin. Þú bara kýst kannski ekki að skrifa nýja.“

Helgi segir að þó að hann stígi út af þingi sé hann ekki að stíga út úr stjórnmálum. „Ég verð áfram í flokknum og vonandi meira en áður. Það er ýmislegt í grasrótinni sem ég hef verið að sinna og langar að sinna meira, þá sér í lagi tæknimálum. Ég sé fyrir mér að gera meira af því.

Þingmennskan, andstætt því sem margir halda, er mjög tímafrek og óútreiknanleg. Það er rosalega erfitt að ráðstafa tíma sínum þegar maður er í þingstörfum, vegna þess að þú veist aldrei með góðum fyrirvara hvað þú þarft að gera,“ segir Helgi, en hann er sjálfmenntaður forritari.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Helgi segir skilið við þingstörfin. Hann bauð sig ekki fram í kosningunum 2016 og hefur því aldrei setið á Alþingi tvö kjörtímabil í röð.

„2016 var afskaplega hamingjusamt ár. Svo náttúrulega komu strax aftur kosningar og þá ákvað ég að bjóða mig aftur fram. Þá taldi ég mig vera búinn að fá minn skerf af borgaralega lífinu aftur. En svo hef ég bara dauðsaknað þess líka. Það er svo fínt að vera bara óbreyttur borgari

Ekki þarf þetta þó að þýða að Helgi sé farinn af Alþingi fyrir fullt og allt. „Aldrei segja aldrei,“ segir hann og bendir á að hann hafi ekki lagt í vana sinn að gera áform í lífi sínu mörg ár fram í tímann.

Lestu DV hér 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn