fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vilja að umræða um sóttvarnaraðgerðir fari fram innan veggja Alþingis

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 13:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Viðreisnar hafa óskað eftir því að forseti Alþingis fari fram á að heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, gefi reglulega skýrslugjöf á þingi á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur.

Í bréfi sem var sent til forseta Alþingis segir að nú hafi heilbrigðisráðherra gefið út tíðar reglugerðir sem annað hvort samræmast eða ganga gegn ráðgjöf landlæknaembættisins. Fyrirkomulagið við setningu laganna veki upp áleitnar spurningar um forsendur að baki þeim. Hanna Katrín Friðriksson skrifar undir bréfið.

„Álitamálin snúa meðal annars að því hvort of skammt eða langt sé gengið varðandi einstakar ráðstafanir, hvort þær byggi á heildstæðu mati á áhrifum á lífsviðurværi og andlega heilsu fólks og hvort jafnræðis sé gætt við ákvörðun og beitingu þeirra, segir í bréfi sem sent var á forseta Alþingis.“

Viðreisn bendir á að varpa þurfi ljósi á forsendur sóttvarnaráðstafana og auka gagnsæi í umræðu um þær.

Ákvarðanir hafi verið teknar í skjóli ráðherravalds án aðkomu og umræðu kjörinna fulltrúa á Alþingi.

„Umræða á Alþingi er nauðsynleg til að tryggja breiða sátt um þær reglur sem settar eru til verndar heilsu þjóðarinnar sem og áframhaldandi traust í garð stjórnvalda. Við aðstæður sem þessar er brýnt að Alþingi sé gert fært að sinna eftirlitshlutverki sínu. Það verður best gert með því að reglubundið samtal eigi sér stað á Alþingi með upplýsingagjöf af hálfu heilbrigðisráðherra.“

Því óskar þingflokkur Viðreisnar eftir því að heilbrigðisráðherra verði gert að gefa reglulega skýrslu um aðgerðir á meðan á ástandi kórónuveirunnar vari.

Sérstakur tími þingstarfa ætti svo að vera varið í umræðu um skýrslugjöfina. Til dæmis annan hvern mánudag, frá öðrum mánudegi í nóvember og þar til þörf á sérstökum ráðstöfunum er yfirstaðin.

Þingmenn Viðreisnar binda vonir við að hæstvirtur forseti Alþingis sé þeim sammála um hversu brýn þörf sé á upplýstri umræðu þingsins um sóttvarnaráðstafanir stjórnvalda og bregðist við erindi þeirra í samræmi við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki