fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Um 200 manns komu saman við Stjórnarráðið

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 3. október 2020 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 16:00 byrjaði fjöldi fólks að streyma að Stjórnarráðshúsinu í miðbæ Reykjavíkur. „Við eigum nýja stjórnarskrá, við eigum nýja stjórnarskrá,“ kallaði fólkið og ljóst var að það var að kalla eftir því að fá nýja stjórnarskrá. Mikill fjöldi fólks tók þátt í mótmælunum en blaðamaður taldi um 180-200 manns á svæðinu.

Mikil umræða hefur verið um nýju stjórnarskrána að undanförnu. Þá hefur undirskriftum verið safnað og eru rúmlega 26 þúsund einstaklingar búnir að skrifa undir. „Við krefjumst þess að Alþingi virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 og lögfesti nýju stjórnarskrána,“ segir á vefsíðunni nystjornarskra.is en þar er hægt að skrifa undir á undirskriftarlistann.

„Í kosningunni samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda að tillögurnar sem kosið var um skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Tillögurnar eru heildstæður samfélagssáttmáli, það er ekki Alþingis að velja og hafna ákvæðum úr sáttmálanum. Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og setur valdhöfum mörk en ekki öfugt. Við ætlum ekki að bíða í heilan áratug eftir að nýja stjórnarskráin taki gildi og því krefjumst við aðgerða strax!“

 

Uppfært kl 21.40

Samkvæmt tilkynningu sem DV barst kl 21:00 var ákallið við stjórnarráðið hluti af stærri gjörningi sem átti sér í stað  fyrr um daginn – gjörningi sem hófst í Listasafni Íslands en lauk með mótmælastöðu við Alþingishúsið.

Mynd/Owen Fiene

Fyrr um daginn átti sér stað listgjörningur í Listasafni Reykjavíkur þar sem myndlistartvíeykið Libia Castro & Ólafur Ólafsson hafði fengið til liðs við sig hóp fólks, sem þau hafa kallað Töfrateymið, til þess að skapa í fjölradda tónlistar- og myndlistargjörning við allar 114 greinar nýju íslensku stjórnarskrártillögunnar frá 2011.

Nú vildu Libia & Ólafur og Töfrateymið virkja umboð og töfra listarinnar til vekja athygli á nýju stjórnarskránni.

Í tilkynningu segir að verk þeirra beri heitið Í leit að töfrum – Tillaga að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland og var það unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Listasafn Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki