fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Eyjan

Fulltrúar minnihlutans auglýsa eftir týndum Sjálfstæðismanni í bæjarstjórn – „Það var aldrei launungarmál að ég væri sjómaður“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 26. október 2020 14:58

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf sjómannsins Guðmundar Gísla Geirdals og seta hans í hinum ýmsu nefndum, ráðum og sjálfri bæjarstjórn Kópavogs er orðið að bitbeini í deilum Pírata og Sjálfstæðismanna í bænum og er það einna helst dræm mæting Guðmundar sem leggst illa í andstæðinga hans í pólitíkinni.

Málið teygir sig aftur um nokkur ár eða til þess tíma er útgerð Guðmundar varð gjaldþrota árið 2018. Ári áður hafði Guðmundur gefið út 50 milljóna króna veðskuldabréf með veði í fasteign Guðmundar og eiginkonu hans. Þrettán dögum fyrir gjaldþrot var veðskuldabréfinu aflýst af eigninni. Skiptastjóri þrotabús útgerðarinnar taldi þetta gjafagjörning og að kröfu hans var gjörningnum rift. Guðmundi var þannig með dómi í nóvember í fyrra gert að greiða þrotabúinu til baka þessar 50 milljónir. Guðmundur sagði að dómurinn ætti ekki að hafa áhrif á störf hans í bæjarstjórn og að hann hygðist standa við allar sínar skuldbindingar og greiða milljónirnar fimmtíu til baka.

Á þessum tíma var Guðmundur formaður velferðarnefndar bæjarins. Sagði Theódóra Þorsteinsdóttir, oddviti Bjartrar Framtíðar í bæjarstjórn Kópavogs við RUV: „Mér finnst þessi dómur bara alvarlegur og ég undrast ummæli bæjarfulltrúans um að þetta hafi ekki áhrif á störf hans. Hann er yfir öllum velferðarmálum í Kópavogsbæ sem formaður velferðarráðs, formaður notendaráðs fatlaðra, er í menntaráði og fleiri nefndum.“

Tekist á um formennsku í velferðarnefnd

Fleiri gerðu athugasemdir við setu Guðmundar í velferðarnefnd. Þannig sagði Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í bænum, í samtali við DV að hún hafi lagt það til í kjölfar dómsins að formennska hans yrði staðfest í atkvæðagreiðslu í bæjarstjórninni. Svo fór þá að Sjálfstæðisflokkurinn skipti Guðmundi út sem formanni í þeirri atkvæðagreiðslu.

Nú veltir Sigurbjörg því fyrir sér hvort ekki sé kominn tími á að skoða hvort hans í bæjarstjórn. „Þetta snýst bara um að fara vel með fjármuni bæjarins. Það fylgir því mikill kostnaður fyrir skattgreiðendur í Kópavogi að borga bæði bæjarfulltrúa sem er fjarverandi og varamanni hans laun. Hann ætti raunverulega með réttu að biðjast lausnar frá störfum sínum í bæjarstjórn ef hann telur sig ekki geta sinnt skyldum sínum þar,” sagði Sigurbjörg við DV. Hún benti jafnframt á að bæjarfulltrúar séu á föstum launum og fái greitt óháð mætingu. Þessum kjörum fylgi hins vegar lagaleg skylda um að mæta og vísar til laga þess efnis.

Varamaður í bæjarstjórn fær greidda 119.221 krónu fyrir hvern fund sem hann situr. Samkvæmt heimildum DV er það umtalað innan bæjarstjórnar að ástæða dræmrar mætingar Guðmundar sé starf hans sem sjómaður. Eins og einn viðmælandi DV sagði: Spurningunni „Hvar er Guðmundur?“ er iðulega svarað með: „Ætli hann sé ekki á sjónum?“

DV skoðaði löndunarupplýsingar úr báti Gísla og svarið við ofangreindi spurningu er í mörgum tilfellum: Jú, hann var á sjó.

Fundargerðir benda til þess að af síðustu sjö bæjarstjórnarfundum mætti Guðmundur aðeins á einn. Löndunartölur Fiskistofu sýna jafnframt að hina dagana sex var Gísli á sjó. Þessa daga landaði Gísli samtals rúmlega fimm tonnum af fiski, aðallega þorski, á Arnarstapa, Þórshöfn og Bakkafirði. Af tölum fiskistofu er ekki annað að sjá en að Guðmundur sé hinn þokkalegasti sjómaður.

Sjómennskan ekkert launungarmál

Þegar DV náði tali af Guðmundi var hann að sigla báti sínum frá Þórshöfn norður fyrir land á leið á Siglufjörð. Þar ætlaði hann að ná að vera „viðstaddur“ bæjarstjórnarfund í Kópavogi sem nú fara fram með fjarfundabúnaði.

Guðmundur gaf lítið fyrir gagnrýni pólitískra andstæðinga sinna. „Það var aldrei launungarmál þegar ég bauð mig fram í bæjarstjórn í Kópavogi, að ég væri sjómaður og ynni við það,“ sagði Guðmundur. „Ég hef unnið við þetta síðan ég var krakki og hef verið í þessu í um 40 ár. Það vita allir sem mig þekkja.“

Guðmundur segir það ekkert nýtt að sjómenn séu í burtu. Það eigi sérstaklega við á sumrin þegar viðrar vel til veiði. „Eru þá þessir aðilar ekki hreinlega að segja að þetta starf sé bara ekki fyrir sjómenn?“ sagði Guðmundur. Guðmundur bendir á að starfið eins og það sé skipulagt henti auðvitað best skrifstofufólki í bænum: „Þetta eru auðvitað mikið skólastjórar og ríkisstarfsmenn og svona, og mögulega er það sem þau eru að segja að þetta starf henti bara ekki fólki í allskonar vinnu,“ sagði hann og benti á að fleiri starfsstéttir væru ekki alltaf á staðnum. „Á þá að útilokað þær stéttir með öllu?“

Guðmundur sagði jafnframt þetta sumar hafa verið einstaklega gjöfult og veðurfar gott. „Síðan var það þannig að sumarið teygði sig fram á haustið. Það er búið að vera góð tíð.“ Þá sagði hann Sjálfstæðisflokkinn vel mannaðan varabæjarfulltrúum svo þetta eigi ekki að koma að neinni sök. Aðspurður út í kostnaðinn við að kalla inn varamenn fyrir sig segir hann að hann fái ekki greitt fyrir þá nefndarfundi sem hann mæti ekki á. „Ég er ekkert að svíkjast um og vera á tvöföldum launum, ég hef ekki leyfi til að afsala mér bæjarfulltrúalaununum. Ég er bæjarfulltrúi þrátt fyrir að ég mæti ekki á alla bæjarstjórnarfundi, enda er starfið meira en að mæta á fundi hálfsmánaðarlega.“

Þá sagði Guðmundur að Covid hefði spilað inn í þetta sumar. „Ég er að gera út fyrir austan sem er og hefur verið Covid laust svæði, og það er verið að biðja fólk um að vera ekki að ferðast á milli landshluta að ástæðulausu, svo ég hef bara reynt að vera hér. Ég vil ekki hafa það á samviskunni að vera að bera veiruna hingað austur í fólkið hér,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólga í Miðflokknum fyrir aukalandsþing – Sagðir vilja halda Vigdísi frá völdum

Ólga í Miðflokknum fyrir aukalandsþing – Sagðir vilja halda Vigdísi frá völdum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skjóta fast til baka á Áslaugu – „Orð ráðherra um að fréttamaður hafi ekki greint rétt frá eru tilhæfulaus“

Skjóta fast til baka á Áslaugu – „Orð ráðherra um að fréttamaður hafi ekki greint rétt frá eru tilhæfulaus“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða

Segir meirihlutann fórna almannahagsmunum fyrir stundargróða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kjartan er látinn – Merkur ferill

Kjartan er látinn – Merkur ferill
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur segir að Bjarni sé pirraður – „Eins og hann sé yfir þetta allt saman hafinn“

Guðmundur segir að Bjarni sé pirraður – „Eins og hann sé yfir þetta allt saman hafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Ómerkilegur popúlismi“ segir Morgunblaðið um fyrirspurn Þorgerðar

„Ómerkilegur popúlismi“ segir Morgunblaðið um fyrirspurn Þorgerðar