fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Brynjar hjólar í eigin flokk – „Þessi færsla var ekki samin í geðrofi“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 25. október 2020 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfsstæðisflokksins, fer hörðum orðum um eigin flokk í færslu sem birtist á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. Hann segir flokkinn þurfa að hafa kjark og berjast fyrir stefnumálum sínum, en að hansi mati hefur „ofstækisfólk“ stjórnað umræðunni, ýtt flokknum út í horn og þar með drepið umræðuna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem að Brynjar gagnrýnir eigin flokk. Hann hefur til að mynda tjáð það þegar hann hefur verið ósáttur með sóttvarnaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Umrædd færsla er þó kannski skýrasta dæmið um það þegar að Brynjar lætur skoðun sína í ljós, um að Sjálfsstæðisflokkurinn þurfi að gera betur.

„Held að það sé komið að því að Sjálfstæðisflokkurinn og önnur borgaralega sinnuð öfl hætti í þessu pólitíska orlofi, sem staðið hefur lengur yfir en þolanlegt er. Við þurfum að tala fyrir stefnumálunum og hafa kjark og þor til að viðra skoðanir okkar í stað þess að láta ofstækisfólk og upphlaupslýð ýta okkur út i horn og drepa alla eðlilega umræðu í lýðræðislegu og frjálsu samfélagi með upphrópunum og lögleysu. “

Brynjar nenfir „upphlaupsliðið“, sem að sannfæri margar um að miklar samfélagslegar breytingar. Hann virðist afar ósammála því, en hann kallar þetta ákall á breytingar „aðför að lýðræðinu og réttarríkinu“.

„Upphlaupsliðið hefur orðið slík heljartök á umræðunni með ofstækinu að það hefur náð að telja mörgum trú um að að hjá okkur sé allt ómögulegt og það þurfi gagngerar breytingar á samfélaginu. Það grefur kerfisbundið undan mikilvægum stofnunum samfélagsins, svo sem eins og lögreglu, ákæruvaldi og dómsvaldinu, svo ekki sé minnst á Alþingi. Þetta er aðför að lýðræðinu og réttarríkinu, sem sumir halda að hafi alltaf verið til staðar og sé sjálfsagt og óhagganlegt.“

Hann telur að stjórnmál dagsins í dag einkennist frekar af sýndarmennsku, en mikilvægum og erfiðum ákvarðanatökum. Hann hvetur svo til þess að aðgerða, frekar en aðsetu.

„Við erum svo miklar lurður að jafnt og þétt höfum við fært hið pólitíska vald, sem við erum kosin til að sinna, til umboðslauss fólks úti í bæ, helst einhverra sérvitra sérfræðinga sem aldrei hafa farið út á meðal fólks. Eins og stjórnmálamönnum finnist þægilegra að vera lausir við erfiðar ákvarðanir og vilji frekar vera í sýndamennsku og innihaldslausum yfirboðum og öðrum vinsældarkeppnum.

Við getum ekki lengur bara setið með hendur í skauti og vonað það besta. Þetta er ekki ein af veirunum sem líða hjá og við náum ekki hjarðónæmi. Hjörðin mun elta þessa óværu ef enginn segir neitt og enginn gerir neitt.“

Að lokum kemur léttari tónn á Brynjar, sem tekur fram að færsla sín sé ekki skrifuð í geðrofi.

„ps. Þessi færsla var ekki samin í geðrofi og ekki vegna þess að ritstjórinn komst loks búðaráp eftir langa sóttkví, sem var lífs nauðsynlegt að mati sérfræðinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki