fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Kappræður varaformannsefna – Heiða Björg og Helga Vala

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 24. október 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, og Helga Vala Helgadóttir þingmaður hafa báðar gefið kost á sér í sæti varaformanns Samfylkingarinnar. Báðar eru þær gífurlega öflugar stjórnmálakonur og ljóst að varaformannsstóladansinn verður fjörugur. Eyjan sló á þráðinn til þeirra og bað þær að svara þremur spurningum:

  1. Hver eru stóru málin næstu 12 mánuðina og hvaða stefnu viltu sjá Samfylkinguna taka í þeim?
  2. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar?
  3. Hvers vegna ættu félagsmenn að kjósa þig fremur en mótherja þinn?

Hver eru stóru málin næstu 12 mánuðina og hvaða stefnu viltu sjá Samfylkinguna taka í þeim?

Heiða Björg: 

„Stóra vekefnið framundan er að standa vörð um heilbrigði og lífkjör fólks í gegnum covid faraldurinn og kreppuna sem honum fylgir. Við þurfum að tryggja að kreppan leiði ekki til aukins ójöfnuðar eða misskiptingar í samfélaginu eða bakslagi í mannréttindum. Þó óvissan sé mikil þá er stefna Samfylkingarinnar skýr. Við viljum að Ísland sé velferðarríki þar sem allir hafa jöfn tækifæri óháð efnahag, kyni, uppruna, aldri, stétt og stöðu. Um leið er mikilvægt að gleyma ekki að stóru áskoranirnar sem við stóðum frammi fyrir áður en Covid skall á hafa ekki horfið og við þurfum að passa að þegar við förum í uppbyggingu þá séum við að byggja upp samfélag sem við viljum sjá en ekki bara endurbyggja það sem áður var. Það þarf að ráðast í róttækar aðgerðir til að sporna við hamfarahlýnun og mengun. 

 Í uppbyggingu efnahagslífsins þarf að vera áhersla á græna atvinnusköpun og flýtingu stórra framkvæmda og fjárfestinga fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu. Við þurfum fjölbreytt atvinnuskapandi verk­efni sem varða veginn til fram­tíðar um leið og við upprætum svik á vinnumarkaði og tryggjum launajafnrétti og tækifæri fyrir alla til að láta til sín taka.

Eins sjáum við að það mæðir sérstaklega mikið á velferðarkerfinu og við þurfum að stórefla bæði heilbrigðis- og félagslega hlutann til að vera í stakk búin að aðstoða þá sem á því þurfa að halda. Mörg okkar eru að ganga í gegnum mjög erfiða tíma, einmanaleika, heimilisleysi atvinnumissi, tekjufall, heimilisofbeldi, flosna upp úr námi og svo framvegis. Okkar sameiginlega samhjálp á að umfaðma alla sem þurfa á stuðningi að halda í gegnum þennann erfiða tíma, með fjölbreyttum og einstaklingsmiðuðum hætti. Ef það er eitthvað sem að Covid hefur kennt okkur er það að við erum sterkari ef við stöndum öll saman og í þeirri róttæku uppbyggingu sem framundan er má engann skilja eftir. Það þurfa allir að vera með og finna sér öruggann sess á Íslandi framtíðarinnar.”

Helga Vala: 

„Stóru málin næstu 12 mánuði eru að skapa störf um allt land og tryggja velferð almennings. Stjórnarflokkarnir hafa því miður ekki haft nægan kjark og skapandi hugmyndir til að koma fram með skýra stefnu í þeim efnum og því sjást fá bein störf í þeirra tillögum. Við í Samfylkingunni kynntum í síðustu viku Ábyrgu leiðina sem setur áherslu á vinnu, velferð og græna uppbyggingu. Atvinnuleysiskreppan má ekki vara lengi og því verður að hugsa stórt og leggja línur strax. Það eru fjölmörg tækifæri í þessari stöðu til að skapa störf, hvort tveggja hjá hinu opinbera sem og einkageiranum en til þess þarf hugrekki og skapandi hugsun. Mæli eindregið með að fólk kynni sér tillögur okkar því plássið hér býður ekki upp á ítarlegri umfjöllun. https://issuu.com/samfylking/docs/abyrga_lei_in

 

Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar?

Helga Vala: 

„Mínir helstu kostir eru réttsýni, dugnaður og hugrekki. Ég er óhrædd að taka slaginn þar sem það þarf, er eldheit baráttukona fyrir hvers kyns réttlæti og jöfnuði og svo er ég tilfinningabúnt sem ég held að sé bara ágætis kostur í pólitíkinni. Það er allt of algengt að fólk verði flatt og vélrænt í þessu starfi og ég vona að það muni ekki henda mig. Þetta eru líkast til einnig gallar mínir, amk fyrir andstæðinga mína í pólitík.“

Heiða Björg: 

„Mínir helstu kostir eru að ég hef gífurlegan áhuga á samfélaginu og brenn fyrir því að gera það betra og réttlátara fyrir okkur öll. Það er mikilvægt fyrir mig sem manneskju að finnast ég ná árangri, þannig fæ ég drifkraft til að halda áfram og ég tel mig vera á réttum stað hvað það varðar.  Almennt er ég skipulögð og hef vilja til að leita allra leiða til að skilja ólík sjónarhorn og hef lært að það kemur manni vel í pólitík. Mér finnst gaman að takast á við ólíkar skoðanir, ræða saman og komast að niðurstöðu sem hópur. 

Hinsvegar hvað galla varðar hef ég oft mikinn áhuga á mörgum hlutum og því fljótt að hlaðast á dagskrána og þá þarf að skera niður sem getur verið flókið.“

Hvers vegna ættu félagsmenn að kjósa þig fremur en mótherja þinn?

Heiða Björg:

„Ég hef verið varaformaður í þrjú ár og samfylkingarfólk þekkir mín störf. Mikil eindrægni og samstaða hefur ríkt í flokksstarfinu og saman höfum við á þessum tíma endurreist flokkinn, nánast frá grunni, bæði hvað varðar innra starf og fylgi kjósenda. Öll finnum við að Samfylkingin er á réttri leið. Þá tel það skipta máli að í forystu flokksins sé ákveðin breidd. Ég hef mikla þekkingu á sveitastjórnarstiginu sem borgarfulltrúi og varaformaður sambands íslenskra sveitarfélaga, en stór hluti kjörinna fulltrúa Samfylkingarinnar starfar einmitt á þeim vettvangi. Síðast, en ekki síst stend ég auðvitað fyrir þau málefni sem hafa verið drifkraftur í öllu mínu stjórnmálastarfi – kvenfrelsi, velferð og að samfélagið sé sannarlega fyrir okkur öll. Þær áherslur þurfa að mínu mati að hafa sterka rödd í forystu Samfylkingarinnar.“

Helga Vala:

„Kosningaveturinn er hafinn og framundan eru gríðarlega mikilvægar Alþingiskosningar sem Samfylkingin ætlar sér að stóra hluti í. Ég gef flokkssystkinum mínum val með framboði mínu. Þau fá með því að velja þann persónuleika sem þau telja gagnast Samfylkingunni best í forystunni á næstu misserum. Það er allt of algengt að fólk blandi persónulegum tilfinningum sínum inn í svona stólaval en ég lít alls ekki svo á. Að starfa í stjórnmálum er hópverkefni þar sem við skiptumst á eftir því hver verkefnin eru og hver mótherjinn er. Ég hef áður sinnt málefnastarfi, bakað vöfflur og hellt upp á kaffi, hringt í kjósendur í aðdraganda kosninga og borið út rósir og bæklinga. Núna er ég í þeirri stöðu að vera á sviðinu, úti á vellinum, og býð fram krafta mína í forystu flokksins til að láta heyrast betur í okkur í Samfylkingunni um allt land, hvort sem er í fjölmiðlum eða á fundum. Það þarf kraft í þessa vinnu sem og áhuga á því sem er að gerast hjá fólki um allt land. Aðildarfélögin þurfa að vera öflugri til að bera út okkar áherslur á kosningavetri og þar getur forystan lagt ríka hönd á plóg til að styðja við þau.  

Ég hef baráttugleðina fyrir komandi kosningar sem ég held að verði ótrúlega spennandi og skemmtilegar. Það er lykilatriði í mínum huga fyrir almenning í landinu að hugsjónin um jöfnuð og jöfn tækifæri allra, sem við í Samfylkingunni berjumst fyrir, verði ráðandi í stjórnarráðinu og verði miðlað þaðan út um allt samfélagið.“

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi