fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Áfram færa Framsóknarráðherrar opinberar stofnanir á Sauðárkrók

Heimir Hannesson
Föstudaginn 23. október 2020 14:21

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt drögum að lagabreytingum sem birtar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda ætlar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, að færa málaflokk póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar. Byggðastofnun er á Sauðárkróki.

Aðeins örfáir mánuðir eru liðnir síðan Ásmundur Einar Daðason flutti brunaeftirlit Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til Sauðárkróks. Voru þar um að ræða átta opinberar stöður. Sögðu málkunnugir að verið væri að eyðileggja margra ára uppbyggingastarf deildarinnar, og lagðist ótti að sérfræðingum í brunamálum og slökkviliðsmönnum um að tilflutningurinn myndi bitna á brunavörnum og öryggi landsmanna.

DV sagði frá málinu á sínum tíma. HMS sagði við það tilefni að verið væri að „flytja“ stofnunina norður. Það orðalag reyndist yfirklór enda fluttist ekki einn einasti starfsmaður með. Lausar stöðurnar voru auglýstar og ráðið í þær í sumar og haust.

Þá sagði RUV frá því að sjö af átta flutningum opinberra stofnana út á land síðustu ár voru framkvæmdar af Framsóknarráðherrum. Framsóknarmenn voru ekki hrifnir af því að sú saga væri sögð af fréttamanni RUV og réðust af nokkurri hörku gegn fréttamanninum. Af lestri Facebook færslna Framsóknarmanna mátti helst skilja að um væri að ræða rugling hjá fréttamanninum á milli Norðaustur og Norðvestur kjördæmis. Baðst fréttamaðurinn afsöknar á þeim mistökum. Sigurður Ingi sagði þá jafnframt á Facebook að hann „hlakkaði til að lesa fréttir RUV af flutningi starfa af landsbyggðinni til Reykjavíkur.“ Ekki er vitað hvað ráðherrann átti við.

En, hvernig sem andúð Framsóknarmanna á ruglingi um landamæri norðurkjördæmanna tveggja líður, er hér um að ræða níunda flutning opinberrar stofnunar út á landsbyggðina á nokkrum árum, og í áttunda sinn er um að ræða Framsóknarráðherra.

Hægt er að skila inn umsögn um flutninginn á samráðsgátt stjórnvalda til 4. nóvember.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur í áratugi haft eftirlit með framkvæmd fjarskipta, þar á meðal póstsendinginga, netöryggi o.fl. Segir í tilkynningu á vefsíðu Stjórnarráðsins: „Með tilfærslu póstmála frá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Byggðastofnunar er leitast við að tryggja jafnan rétt landsmanna til alþjónustu póstsins, sem lýst er í lögum um póstþjónustu.“ Þar segir jafnframt að starfsemi póstdeildarinnar muni sóma sér vel hjá Byggðastofnun, „m.a. við að samhæfa betur byggðasjónarmið og póstmála.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“