fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Davíð leggst gegn nýrri stjórnarskrá – „Sambærilegt því að við myndum skipa þríeyki með áhugafólki til að takast á við veiruna“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 21. október 2020 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þorláksson, Bakþankahöfundur á Fréttablaðinu, gefur lítið fyrir drög að nýrri stjórnarskrá sem yfir 40 þúsund manns hafa með undirskriftum sínum krafist að verði ný stjórnarskrá landsins. Stjórnlagaþing setti nýju drögin saman og þau voru samþykkt í ráðgefandi þjóðaratkvæðisgreiðslu árið 2012.

Í pistli sínum heldur Davíð því fram að viðvaningar hafi komið að gerð nýju stjórnarskrárinnar og líkir þeirri ráðstöfun við að þríeyki Almannavarna væri skipað áhugafólki um veiruvarnir:

„Hópur fólks kallar nú eftir nýrri stjórnarskrá. Eða, réttara sagt, krotar eftir nýrri stjórnarskrá. Það var ljóst frá upphafi að það var ekki góð hugmynd að skipa stjórnlagaráð með fólki sem hafði flest hvorki sérfræðiþekkingu né lýðræðislegt umboð til að skrifa nýja stjórnarskrá. Það væri sambærilegt því að við myndum skipa þríeyki með áhugafólki til að takast á við veiruna. Það á við um báða þessa málaflokka að endanleg afgreiðsla þarf að vera í höndum lýðræðislega kjörins fólks, en undirbúningsvinna í höndum fagfólks.“

Davíð segir óráð að umturna stjórnarskránni og slíkt myndi skapa mikla réttaróvissu:

„Stjórnarskrá kveður á um grunnuppbyggingu ríkisins og grunnréttindi fólks. Það er ekki þörf á því að setja nýjar stjórnarskrár nema til standi að gjörbylta stjórnkerfinu, til dæmis breyta konungsveldi í lýðveldi. Á þeim 76 árum sem stjórnarskráin hefur verið í gildi hafa ákvæði hennar verið dýpkuð og skýrð með beitingu hennar. Með því að setja nýja stjórnarskrá væri því öllu hent út um gluggann og við færum inn í tímabil mikillar réttaróvissu, til dæmis um mannréttindi landsmanna.“

Þá telur Davíð fráleitt að þjóðaratkvæðisgreiðslan árið 2012 hafi verið á nokkurn hátt bindandi:

„Alþingi samþykkti árið 2012 þingsályktun sem nefndist þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd. Það blasir við að þeirri atkvæðagreiðslu var aldrei ætlað að vera bindandi. Í besta falli gæti hún talist pólitískt bindandi fyrir það fólk sem greiddi henni atkvæði sitt, en aðeins þrjú þeirra sitja enn á þingi.“

Davíð segir að gildandi stjórnarskrá hafi reynst okkur vel og engin ástæða sé til að kollvarpa henni:

„Stjórnarskráin hefur reynst okkur vel. Í stað þess að kollvarpa henni er farsælast að gera nauðsynlegar breytingar á henni að lokinni vandaðri vinnu og í víðtækri sátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin í íslenskum fjárlögum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“