fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Eyjan

Aukinn stuðningur við sjálfstæði Skotlands

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 16:35

Skoski fáninn blaktir við hlið þess breska. Mynd: EPA/ANDY RAIN

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, sem Ipsos Mori gerði, þá telja 58% Skota að landið eigi að segja skilið við Bretland og verða sjálfstætt ríki. 42% telja að landið eigi áfram að vera hluti af Bretlandi.

Könnunin var gerð 2. til 9. október og byggir á svörum 1.045 manns, eldri en 16 ára.

Emily Gray, forstjóri Ipsos Mori í Skotlandi, sagði að niðurstöðurnar muni blása vindi í segl þjóðernissinna en stuðningsmenn áframhaldandi veru Skotlands í Bretlandi fagni ekki.

Skotar kusu um sjálfstæði 2014. Þá vildu 45% sjálfstæði en 55% töldu hagsmunum landsins best borgið í sameinuðu konungsríki með Englandi, Wales og Norður-Írlandi.

Ein stærstu rök nei-sinna þá voru að Skotar myndu missa aðild sína að ESB ef landið væri ekki lengur hluti af Bretlandi en nú hafa Bretar sagt skilið við ESB og það hefur væntanlega áhrif á afstöðu margra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna

Reynir Traustason: Ég ætla ekki að berja þig, Sveinn Andri, ég kæri þig til siðanefndar lögmanna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“

Svarthöfði skrifar: Mogginn vill leiðrétta mannréttindabrot en bara „hóflega“