fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Eyjan

Eiríkur skólar til þá Birgi og Ara – „Mér blöskraði satt að segja fáfræði þingmanna“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 15. október 2020 18:15

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson, íslenskufræðingur og fyrrverandi prófessor við Háskóla Íslands, fer hörðum orðum um umræður um mannanöfn á Alþingi. Í færslu sem hann skrifaði á Facebook-síðu sína kemur fram að honum hafi blöskrað fáfræði þingmanna. Hann tekur sérstaklega fyrir þá Ara Trausta Guðmundsson, þingmann Vinstri grænna og Birgi Þórarinsson, þingmann Miðflokksins.

„Ég var að hlusta á umræður um mannanöfn á Alþingi. Mér blöskraði satt að segja fáfræði þingmanna um eitt og annað.“

Fyrst bendir Eiríkur honum Ara Trausta á að reglur um stafsetningu séu settar af ráðherra og að þær eigi einungis við í skólum og ríkisstofnunum.

„Ari Trausti Guðmundsson sagði að stafsetning væri „háð aðkomu Alþingis“. Það er rugl – um stafsetningu gilda reglur settar af ráðherra, en þær reglur gilda bara í skólum, stofnunum ríkisins og efni sem ríkið gefur út. Alþingi kemur þar hvergi nærri (þótt þingið reyndi vissulega að koma setunni aftur inn eftir að ráðherra hafði fellt hana út um árið).“

Þá snýr Eiríkur sér að Birgi sem fullyrti að flestöll börn bæru nú millinafn. Þetta segir Eiríkur vera rugl, en hann telur að þarna rugli Birgir saman millinöfnum og seinna nafni. Þá bendir hann Birgi á að ekki séu til nein lög um stafsetningu, heldur reglur og þess vegna megi fólk stafsetja hlutina lík og það vilji.

„Birgir Þórarinsson sagði: „Árið 1996 voru millinöfn heimiluð og nú bera flestöll börn millinafn.“ Það er rugl að „flestöll börn“ beri nú millinafn – Birgir er greinilega að rugla saman seinna nafni og millinafni. Millinafn er sérstök tegund nafns og ekkert svo óskaplega margt fólk sem ber millinafn.

Birgir sagði líka: „þannig eru til reglur um stafsetningu og málfræði og engin ástæða til að undanskilja mannanöfn“ og „með sömu rökum hlýtur hæstvirtur dómsmálaráðherra þá væntanlega að vilja afnema reglur um stafsetningu og fela þjóðinni vald til að stafsetja orð eftir eigin höfði“. Það eru til reglur, en ekki lög, um stafsetningu, en það eru engar opinberar reglur um málfræði. Og almenningur má stafsetja orð eftir eigin höfði.“

Að lokum bendir Eiríkur honum Birgi á að Ísland sé ekki eina landið í heiminum þar sem að fólk kenni sig við föður eða móður.

„Birgir sagði líka: „Frumvarpið vegur að íslenskri nafnahefð sem er einstök á heimsvísu“ – og þetta hafa fleiri sagt. Það er rugl – kenning til föður eða móður tíðkast víða um heim. Við höldum stundum að við séum einstakari og merkilegri en við erum.“

https://www.facebook.com/eirikurr/posts/10157938308128871

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmaður Vinstri grænna: „Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta“

Þingmaður Vinstri grænna: „Ísland á að taka vel á móti fólki á flótta“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“

Úlfúð vegna ummæla um kvótakerfið – „Þetta er í raun stórfrétt“ – „Það fyndnasta á Internetinu í dag“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“

Fréttastjóri Fréttablaðsins hraunar yfir strandveiðar – „Fær við­skipt­a­vin­ur trill­u­karls­ins orm­ét­inn þorsk­titt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar

Segir að taka þurfi á ósjálfbærum skuldum ferðaþjónustunnar