fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Vilja breyta lífeyrismálum – Meira frjálsræði og komið verði í veg fyrir afskipti hagsmunahópa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. október 2020 08:00

Óli Björn Kárason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðilar úr viðskiptalífinu eru nokkuð sammála um að gera þurfi breytingar á lífeyriskerfinu. Þeir vilja að ráðstöfun séreignar verði frjálsari og að taka þurfi á stærð sjóðanna og koma í veg fyrir afskipti hagsmunahópa.

Þetta kemur fram í Markaði Fréttablaðsins í dag. Þar kemur fram að viðmælendur Markaðarins hafi sagt að auka þurfi frelsi við ávöxtun séreignarsparnaðar til þess að vinna gegn samþjöppun valds í fjármálakerfinu. Lífeyriskerfið væri orðið of stórt. Sjóðfélagar þurfi að geta kosið með fótunum ef þeim mislíkar stjórnun sjóðanna og skerpa þarf umgjörð um stjórnarkjör til að koma í veg fyrir pólitísk afskipti af sjóðunum að mati viðmælenda Markaðarins.

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, sagði þetta vera spurningu um valddreifingu í fjármálakerfinu en hann vill auka frjálsræðið þannig að fólk ráði hvernig fjármunir þess eru ávaxtaðir.

Ríkisstjórnin ætlar að hefja stefnumörkun í lífeyrismálum og er stefnt að því að afraksturinn verði grænbók um lífeyrismál sem verði kynnt næsta vor. Þetta er hluti af átta aðgerða pakka sem er ætlað að stuðla að félagslegum og efnahagslegum stöðugleika í tengslum við Lífskjarasamninginn.

„Aðalmarkmið Samtaka atvinnulífsins er að skapa varanlega sátt um lífeyriskerfið. Það er meðal annars gert með því að einfalda og skýra lífeyrissjóðalögin, lagfæra laskað samspil réttindakerfis lífeyrissjóða og almannatrygginga og fella út alls kyns ójafnræði sem þar er að finna,“

hefur Markaðurinn eftir Hannesi G. Sigurðssyni, ráðgjafa stjórnar Samtaka atvinnulífsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna