Sunnudagur 26.janúar 2020
Eyjan

Fær Sólheima til að kolefnisjafna ferðalög sín – „Fjölga störfum fyrir fólk með fötlun“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 18:00

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheimaseturs SES, undirrituðu samninginn í dag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheimaseturs SES, undirrituðu í dag samning um kolefnisjöfnun. Samningurinn er til fimm ára. Markmið hans er að binda kolefni sem til fellur vegna starfsemi félagsmálaráðuneytisins. Kolefnisbindingin fer fram með þeim hætti að gróðursett verða tré í Sólheimaskógi á Sólheimum, en skógræktin á Sólheimum er með lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni. Með samningnum er verið að styðja við fjögur til sex störf fyrir íbúa Sólheima við ræktun og gróðursetningu.

Með samningnum skuldbindur félagsmálaráðuneytið sig til að halda kolefnisbókhald yfir þá starfsemi sem kolefnisjöfnunin nær til. Í það skal meðal annars skrá notkun jarðefnaeldsneytis farartækja og flugferðir starfsmanna innanlands og á milli landa. Sömuleiðis förgun og aðra þætti sem leiða til kolefnislosunar eftir því sem við á.

Útreikningur á umfangi kolefnislosunar verður unninn í samvinnu við Sólheimasetur SES og skal upplýsingum um árlega kolefnislosun ráðuneytisins skilað til setursins einu sinni á ári. Þá skuldbindur Sólheimasetur sig til að skrá með nákvæmum hætti fjölda trjáa sem gróðursett verða, staðsetningu þeirra og dagsetningu gróðursetningar þannig að staðfesta megi með rekjanlegum hætti að kolefnisjöfnun hafi sannarlega farið fram.

Samningurinn nær eingöngu til félagsmálaráðuneytisins en Ásmundur Einar hefur auk þess sent út bréf til stofnana ráðuneytisins með þeim tilmælum að þær setji sér markmið um kolefnishlutleysi.

„Ég gleðst yfir þessum góða samningi enda nauðsynlegt að stjórnvöld setji gott fordæmi í lofslagsmálum. Jafnframt er ég mjög ánægður með aðkomu Sólheima að verkefninu. Samningurinn mun bæði styrkja þá góðu og metnaðarfullu starfsemi sem þar fer fram og fjölga störfum fyrir fólk með fötlun,“

sagði Ásmundur Einar við undirritunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Forstjóri Landsvirkjunar – „Verið að keyra þetta verkefni verulega hratt áfram“

Forstjóri Landsvirkjunar – „Verið að keyra þetta verkefni verulega hratt áfram“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“

Vandi Landspítalans leystur? – „Til allrar lukku hins vegar hefur ný nefnd verið skipuð“