fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Soleimani var illþýði en morðið á honum er glappaskot og utanríkisstefna Trumps verður enn ruglingslegri

Egill Helgason
Laugardaginn 4. janúar 2020 00:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er varla mikill vafi á að morðið á írakska hershöfðingjanum Qasem Soleimani er innlegg í kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Donald Trump getur sagst vera harður karl með því að drepa illþýði eins og Solemani sannarlega var.

Hershöfðinginn var einn valdamesti maður í einhverri ógeðslegustu ógnarstjórn í heiminum í dag, skuggavera sem hafði það hlutverk að breiða út átök til annarra landa. Hreyfingin sem hann tilheyrði, Quads, angi af Byltingarverðinum íranska, má jafna við fasistasamtök.

Þetta er maður sem er engin ástæða til að sakna – hann fékk makleg málagjöld.

En samt virkar morðið á honum eins og stórkostlegt glappaskot, enn eitt dæmið um hina ruglingslegu stjórnarhætti Donalds Trump. Bandalagsþjóðir Bandaríkjanna eru alveg hættar að vita hvers er að vænta frá Washington – þeim var ekki gerð viðvart um þessa afdrifaríku hernaðaraðgerð. Meira að segja hinir sérstöku bandamenn á Bretlandi standa á gati.

Það er svo ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkisstjórnir Kína og Rússlands hvetja til stillingar. Allt í einu virðast þær málsvarar yfirvegunar og stillingar – meðan Bandaríkin hegða sér eins og skálkaríki (rogue state). Þetta er ekki auðveld staða fyrir bandalagsríki Bandaríkjanna í Nató.

Trump sagðist ætla að draga úr hernaðarumsvifum Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Að nokkru leyti hefur hann gert það. En um leið hefur hann hert stuðninginn við Ísrael, magnað upp fjandskapinn við Íran, eyðilagt samkomulag sem hélt kjarnorkuuppbyggingu Írana í skefjum.

Og með þessu síðasta útspili virðist annað óhugsandi en að Bandaríkin dragist inn í frekari átök, spennustigið hefur hækkað stórlega, og líklegt er að Írakar færist enn nær Írönum. Það var örugglega ekki tilgangurinn með innrásinni í Írak á sínum tíma. Nú er bandarískum ríkisborgurum ráðlagt að forða sér þaðan.

Allt virðist þetta sérlega vanhugsað  – nema þá að pælingin sé að setja upp sýningu sem mun gagnast í kosningabaráttu heimafyrir.

Klerkastjórnin í Íran hefur eignast píslarvott og honum verður flaggað ákaflega. Eins og áður segir var hinn fallni hershöfðingi sérlega ógeðfelld persóna. Fæstir jarðarbúar vissu af tilvist hans, nú er nafn hans heimsfrægt. En svo verður auðvitað að segja eins og er að ákveðinn sannleika er að finna í myndinni hér að ofan, henni hefur verið deilt víða á netinu í dag og sýnir herstöðvar Bandaríkjanna umhverfis Íran.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun