fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Hrakspárnar rættust ekki

Egill Helgason
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 01:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt með ráðningu útvarpsstjóra að margir, ekki síst þeir sem eru háværir á samskiptamiðlum, voru búnir að sjá alls kyns samsæri varðandi þennan gjörning. Að þarna yrði ráðið eftir flokkslínum, líklega beint innan af flokksskrifstofum, og þetta yrði allt hinn mesti skandall. Svona er umræðan á tíma þess mikla  vantrausts sem ríkir.

Svo er niðurstaðan allt önnur en menn bjuggust við, kemur satt að segja dálítið á óvart, og það er eiginlega mjög erfitt að koma auga á sérstakar pólitískar línur í þessari ráðningu,

En þá fara menn aftur af stað, koma bara aðeins úr öðrum áttum, og nýjum útvarpsstjóra er gefið ýmislegt að sök. Sumir  segja að hann tilheyri Samfylkingunni, aðrir að hann komi úr Sjálfstæðisflokknum, svo les maður að hann sé útsendari borgarapparatsins, en á einum stað var talað um að hann væri taglhnýtingur ESB og Sorosar.

Að því sögðu er Stefáni Eiríkssyni óskað velfarnaðar í starfi. Ég upplifi hann sem menningarlega sinnaðan og velviljaðan mann. Það er ærið verk sem hann á fyrir höndum, starf útvarpsstjóra felst ekki síst í stöðugri togstreitu við stjórnvöld – sem er örugglega lýjandi. Útvarpsstjórinn þarf að geta talað máli RÚV út á við – á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Innan dyra bíða svona verkefni eins og koma efni sem er sýnt og framleitt á RÚV í auknum mæli í stafrænt og aðgengilegt form, líkt og fólk hefur vanist á miðlum eins og Netflix.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli