fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Magnús Geir tjáir sig um ráðningu Stefáns

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 21:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri og fyrrverandi útvarpsstjóri, tjáir sig á Facebook-síðu sinni um ráðningu Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra. Stjórn Rík­is­út­varps­ins ákvað að ráða Stefán Eiríksson sem út­varps­stjóra til næstu fimm ára. Ákvörðunin var tekin samhljóða á fundi stjórnar í gærkvöldi. Hann tekur til starfa 1. mars næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

„Ég er ekki í nokkrum vafa um að Stefán Eiríksson verður farsæll útvarpsstjóri,“ segir Magnús. „Hann hefur sýnt hvers hann er megnugur á öðrum vettvangi og það verður gaman að sjá ferska sýn Stefáns á starfsemi RÚV og hvernig það þróast til framtíðar. Hann mun geta reitt sig á einstaklega öflugan starfsmannahóp og á notendur sem þykir afar vænt um sitt Ríkisútvarp.“

„Ég vona að innlent efni verði áfram í öndvegi, menningin haldi sínum mikilvæga sessi, fréttaþjónustan viðhaldi yfirburða trausti og þjónusta við ungt fólk haldi áfram að eflast. Og síðast en ekki síst vona ég að almannaþjónustan þróast í takt við síbreytilegar væntingar,“ segir Magnús einnig og bætir við að hann hlakki til þess að fylgjast með starfi Stefáns. „Ég hlakka til að fylgjast með og njóta framúrskarandi þjónustu RÚV okkar allra á komandi árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma