fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Ríkið leitar leiða til að spara – Keypti vörur og þjónustu fyrir 117 milljarða árið 2018

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. janúar 2020 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkið keypti vörur og þjónustu fyrir um 117 milljarða króna 2018. Þegar kaup vegna þjónustusamninga og mannvirkjagerðar eru tekin með var heildarumfangið 202 milljarðar króna. Nú gefst almenningi kostur á að senda inn umsögn um stöðumat um opinber innkaup í samráðsgátt stjórnvalda, samkvæmt tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

„Markviss innkaup geta haft veruleg áhrif á möguleika ríkisins til að fjármagna verkefni, t.d. getur 2% betri árangur í innkaupum samsvarað 2 hjúkrunarheimilum, 3333 mjaðmaliðsskiptaaðgerðum eða ferju eins og Herjólfi. Helstu áskoranir samtímans líkt og umhverfismál og öldrun þjóðar, kalla á áherslur í ríkisrekstrinum til aukinnar sjálfbærni og velsældar. Því skiptir miklu máli að ríkið nýti fjármunina sem best og leiti allra leiða til meiri hagkvæmni og betri árangurs.“

Mikill árangur í sameiginlegum vörukaupum

Mikill árangur er sagður hafa náðst í sameiginlegum vörukaupum ríkisaðila undanfarin ár.

„Enn eru þó tækifæri til staðar í betri yfirsýn, upplýsingum og greiningum. Ráðuneytið leggur áherslur á að ná frekari árangri með markvissari þjónustukaupum, vistvænni valkostum og aukinni nýsköpun en í ljósi umfangs opinberra innkaupa getur ríkið sem kaupandi haft veruleg áhrif á eftirspurn eftir vistvænni valkostum og áhrif á þróun slíkra kosta.

Stöðumatið, stundum einnig nefnt grænbók, er umræðuskjal unnið í víðtæku samráði þar sem almenningi og hagsmunaaðilum er boðið að leggja fram sín sjónarmið um álitaefni, viðfangsefni og framtíðarsýn sem nýst gætu í stefnumótuninni. Í stöðumatinu eru skilgreind fimm lykilviðfangsefni sem stefnumótun á þessu sviði þarf að taka á og eru þau eftirfarandi:

  1. Ná fram hagkvæmum og vistvænum innkaupum sem tryggja sjálfbærni til lengri tíma litið.
  2. Auka faglega þekkingu innkaupaaðila til að stuðla að skilvirkum árangri í þjónustu ríkisins.
  3.  Tryggja nægilega samkeppni og örva nýliðun og nýsköpun með aukinni samvinnu við markaðinn.
  4. Nýta stafrænar innkaupaleiðir og upplýsingatækni markvisst til gagnagreiningar og sameiginlegra innkaupa.
  5.  Tryggja að almenningur og fyrirtæki eigi greiðan aðgang að upplýsingum um innkaup ríkisins.

Aðilar eru hvattir til að senda inn umsögn eða ábendingar enda er um mikilvægt tækifæri til móta framtíðarstefnuna. Frestur til að skila umsögn er til og með 18. febrúar 2020.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum

Bygging á Orkureitnum fær Svansvottun 4 fyrst allra húsa á Norðurlöndunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri

Þorbjörg Sigríður: Frumskylda ríkisins að tryggja öryggi fólks – alþjóðlegt samstarf lykillinn að árangri
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi

Segist ekki trúa því að stjórnarandstaðan ætli með málþófi að hindra gríðarlega réttarbót fyrir fatlað fólk á Íslandi