fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Lausnin við vanda Sjálfstæðisflokksins í boði Netflix – „Við þurfum að vera manneskjulegri, þegar við tölum“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 11:45

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hélt erindi í Valhöll í gær á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna.

Ferskur andblær

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, greinir frá þessu á bloggi sínu og nefnir að Þórdís hafi gert nokkuð sem fáir í flokknum hefðu þorað að nefna:

„Á fundum í Valhöll hefur lítið verið fjallað um stöðu Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum, sem benda til þess, að flokkurinn hafi tapað um helmingi hefðbundins fylgis síns frá hruni og berjist nú við að halda sér í 20% fylgi. Þess vegna var síðasti hluti ræðu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, varaformanns flokksins á fundi Samtaka eldri sjálfstæðismanna í Valhöll í hádeginu í gær eins og ferskur andblær.“

Þurfi að breyta til

Styrmir nefnir að það sé sjaldgæft að flokksmenn ræði stöðu Sjálfstæðisflokksins og alvarleika þess litla fylgis sem hann mælist með undanfarin misseri. Það hafi því vakið athygli þegar Þórdís tók málið upp:

„Hún benti á, að flokkum hefði fjölgað og fjölmiðlun hefði tekið miklum breytingum en hvoru tveggja taldi hún að einhverju leyti skýra þessa stöðu. En það sem vakti mesta athygli voru þau orð hennar að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að vera tilbúinn til að breyta til,“

segir Styrmir.

Netflix og uppljómun í Kaliforníu

Styrmir greinir síðan frá því hvað varð til þess að Þórdís áttaði sig á stöðu flokksins:

„Hún hafði verið á ferð í Kaliforníu og kynnzt þar þeim miklu breytingum, sem eru að verða í veröld kvikmyndanna vegna tilkomu Netflix. Hin hefðbundnu kvikmyndafyrirtæki ættu ekki annan kost en að mæta þeirri samkeppni með breytingum. Þá varð henni hugsað til „flokksins okkar“ hér heima. Og ljóst að ráðherrann hafði áttað sig á að það sama gæti átt við um stjórnmálaflokka við breyttar aðstæður,“

segir Styrmir og greinir frá því sem Þórdís lagði til að sjálfstæðismenn gerðu:

„Við þurfum að vera manneskjulegri, þegar við tölum“, sagði ráðherrann og bætti því við að þannig mundi Sjálfstæðisflokkurinn ná til fleiri kjósenda. Og sagði svo: „Við getum ekki keyrt áfram“ með sama hætti og verið hefur,“

segir Styrmir og heldur áfram:

„Það eru þessi viðhorf sem vekja vonir um breytta tíma í Valhöll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki