fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Katrín ósátt við lygarastimpilinn frá Birni Leví sem gefst ekki upp – „Þetta kallast cherry picking“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, brást við gagnrýni Björns Leví, þingmanns Pírata í gærkvöldi, en Björn Leví sakaði Katrínu um að ljúga til með tölfræði, er hún sagði að ráðstöfunartekjur lægstu tíundarinnar hefðu aukist mest á síðasta ári, meðan að efsta tíundin hefði lækkað, ef tekið væri tillit til fjármagnstekna.

„Með svona brögðum tekst forsætisráðherra að finna loksins samanburð þar sem lægri tekjutíund kemur betur út en hærri tekjutíund. Það eina sem er hægt að fullyrða nokkuð um árið 2018 er að það var slæmt fyrir fjármagnseigendur, ekki að jöfnuður hafi aukist. Forsætisráðherra beitti því klassískri blekkingu í flutningsræðu sinni í upphafi árs: að ljúga með tölfræði, að velja mælikvarða úr gögnunum til að mála mynd sem lítur bara vel út en er ekki rétt þegar betur er að gáð,“

sagði Björn Leví.

Sjá má ítarlega umfjöllun hans um þetta hér.

Óhrekjanleg staðreynd

Katrín segir þetta ekki rétt hjá Birni:

„En hvað sagði ég: Jú, að teknu tilliti til fjármagnstekna (sem sagt að þeim meðtöldum enda eru fjármagnstekjur tekjur) þá jukust ráðstöfunartekjur mest hjá neðstu tekjutíundinni og minnkuðu hjá efstu tekjutíundinni (sem vissulega er með meiri fjármagnstekjur en aðrar tíundir) á árinu 2018. Það er staðreynd sem ég sé ekki (samkvæmt frétt RÚV) að þingmaðurinn hafi getað hrakið enda var ég ekki að bera neitt saman annað en árin 2017 og 2018.“

segir Katrín og tekur síðan dæmi, áður en hún lýkur pistlinum á þessum orðum:

„Það er dapurlegur málflutningur að saka aðra um lygar vegna þess að menn eru ekki sáttir við að heyra fréttir um aukinn jöfnuð á árinu 2018. Svona málflutningur rýrir traust á stjórnmálum.“

Björn svarar aftur

Björn Leví heldur fast við sinn keip í athugasemdakerfinu hjá Katrínu og sakar Katrínu um að tína aðeins til tölfræði sem styðji sinn málflutning, en sé villandi þegar á heildina sé litið:

„Fjármagnstekjur lækkuðu hjá einu tekjutíundinni sem er með þær að einhverju ráði. Það er ekki aukinn jöfnuður, það er slæmt ár fyrir fjármagnseigendur og vissulega gott fyrir lægstu tekutíundina líka, 18 þúsund krónur aukalega í ráðstöfunartekjur.

Það er líka satt að jöfnuður jókst í hruninu. Hæsta tekjutíundin tapaði tvímælalaust mestu þar líka. Það er hægt að kalla það aukinn jöfnuð með sömu rökum. Þetta kallast cherry picking. Þó það sé hægt að finna dæmi sem styður málflutning manns, þá þýðir það ekki að almennt sé það rétt. Öll gögn, almennt, benda til þess að, aftur almennt, það sé enn viðvarandi tekjugliðnun. Það getur þýtt einstaka ár þar sem það á ekki við en í heildina á litið, gliðnun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki