fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Eyjan

Ísland spilltast Norðurlandanna níunda árið í röð – Namibía í 56. sæti

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland er eina Norðurlandaþjóðin sem kemst ekki á topp 10 listann yfir minnst spilltu þjóðirnar í árlegri úttekt Transparency International á spillingu þjóða heims fyrir árið 2019.

Samkvæmt listanum er Ísland því spilltasta Norðurlandaþjóðin, níunda árið í röð.

Sett á gráan lista

Ísland var sett á gráan lista FATF, alþjóðlegra samtaka sem berjast gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, á síðasta ári. Er Ísland á listanum þar sem stjórnvöld hér á landi brugðust ekki nægilega hratt og vel við ábendingum samtakanna um hvað þyrfti að gera til að koma í veg fyrir peningaþvætti og spillingu slíku tengdu.

Íslensk stjórnvöld stefna að því að fara af listanum í febrúar og spáðu því að afleiðingarnar af veru Íslands á listanum yrðu óverulegar, þó svo ýmis fyrirtæki hafi lent í vandræðum vegna þess. Ekki er að sjá að grái listinn hafi haft mikil áhrif, þar sem Ísland bætir sig á milli ára í skorinu á listanum.

Spillingarvísitalan hjá samtökunum er byggð á áliti sérfræðinga og gögnum frá mörgum mismunandi greiningarfyrirtækjum.

Var Ísland í 1. sæti listans árið 2006, og mældist þá með minnstu spillinguna af öllum þjóðum heims. Síðan kom hrunið.

Örlítil bæting

Er Ísland nú í 11. sæti listans, en Nýja Sjáland, Danmörk og Finnland eru í efstu þremur sætunum hvar minnsta spillingin mælist.

Ísland fær 78 stig af 100 að þessu sinni, en fékk 76 stig árið 2018 og því um örlitla bætingu að ræða, en 2018 var Ísland í 14. sæti. Finnland, sem er minnst spillta landið, fær 87 stig.

Samkvæmt úttektinni eru 14 af 20 þjóðunum þar sem minnsta spillingin mælist, í Evrópu. Bandaríkin eru í 23. sæti ásamt Frakklandi, jöfn með 69 stig.

Þess má geta að Namibía er í 56. sæti listans með 52 stig, einu minna en 2018, en í skýrslunni er einmitt minnst á í sérstökum kafla að heiðarleikinn heimafyrir skili sér ekki ávallt út fyrir landsteinana og eru rifjuð upp ýmis spillingarmál á Norðurlöndunum, samanber Samherjamálið á Íslandi.

Sem fyrr er Sómalía talið það land sem mesta spillingin ríkir, með 9 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!

Thomas Möller skrifar: Tölum um krónuna … í alvöru!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?

Sigvaldi Einarsson skrifar: Kjarnorka á Austfjörðum – eða vindmyllur á hálendinu?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni

Björn Jón skrifar: Íslenskan í forgrunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann

Björg Magnúsdóttir: Mér fannst erfiðast að þurfa að taka upp símann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði

Orðið á götunni: Engin leið að hætta! Guðlaugur Þór íhugar að renna sér út á hála ísinn og leggja ferilinn að veði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna

Björg Magnúsdóttir: Hef oftast þakkað fyrir vélritunarkunnáttuna