Miðvikudagur 19.febrúar 2020
Eyjan

Eyjaskeggjar sem töpuðu miklu á íslenska bankahruninu en eru nú að sökkva í sjó

Egill Helgason
Fimmtudaginn 23. janúar 2020 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í bókinni Í víglinu íslenskra fjármála eftir Svein Harald Öygard, fyrrverandi Seðlabankastjóra, kemur fram að þeir sem töpuðu einna mest á íslenska bankahruninu voru íbúar litils eyríkis í Kyrrahafi sem nefnist Kiribati. Þeir eru aðeins 117 þúsund talsins og búa á klasa af smáeyjum. Hluti af þjóðarsjóði eyjaskeggja gufaði upp í hruninu, en í hann var meðal annars safnað með vinnslu á fosforríku gúanói sem nú er upp urið. Í bókinni segir:

„Verulegur hluti af sjóði Kiribati-manna var fjárfestur í verðbréfum frá bönkum með hæstu einkunnir, í einu auðugasta, þróaðasta og reglufastasta landi í heimi. Kaupþingi og Glitni á Íslandi.
Eftir hrun Kaupþings voru kröfur lánardrottna birtar árið 2012. Þar er krafa frá sjóði Kiritbati-manna, að andvirði 1.470.744.442 íslenskar krónur. Staða Kiribati hjá Glitni var bréf að nafnvirði 2.856.652.910 íslenskar krónur. Með öðrum orðum voru um 20 prósent af vergri landsframleiðslu Kiribati föst í íslenskum bönkum. Ef miðað er við hlutfall vergrar landsframleiðslu var Kiribati stærsti fjárfestir utan Íslands í íslenskum böndum.“

Nú er önnur vá uppi á Kiribati. Þetta fátæka eyríki mun líklega brátt hverfa undir sjó af völdum loftslagbreytinga og hækkandi sjávarborðs. Framtíðin er að sönnu ekki björt og hugsanlegt að íbúar eyjanna þurfi að gerast loftslagsflóttamenn.

Það er þá spurning hvort standi ekki upp á Íslendinga að bjóða íbúum Kiribati landvist hér, svona í ljósi forsögunnar.

Rétt er að geta þess að uppistaðan í þessum pistli er komin frá Aðalsteini Sigurgeirssyni, úr lítilli færslu sem hann skrifaði á Facebook-vegg Árna Snævarr. Hér er stikla úr heimildarmynd sem fjallar um ástandið á Kiribati og óvissuna sem eyjaskeggjar búa við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þórdís Lóa og Reykjavíkurborg sögðu ósatt um braggaskýrsluna – „Það er ekkert nýtt í þessari skýrslu“

Þórdís Lóa og Reykjavíkurborg sögðu ósatt um braggaskýrsluna – „Það er ekkert nýtt í þessari skýrslu“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynhildur verður Borgarleikhússtjóri

Brynhildur verður Borgarleikhússtjóri