Föstudagur 28.febrúar 2020
Eyjan

Forstjóri Landsvirkjunar – „Verið að keyra þetta verkefni verulega hratt áfram“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 09:48

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sé einfaldlega ekki hver þörfin er á að keyra þetta svona hratt áfram,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, við Viðskiptamoggann í dag um hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Hann nefnir sérstaklega að vanda þurfi til verka:

„Hálendisþjóðgarður er mjög áhugaverð hugmynd og þetta er möguleiki sem á að skoða. Það skiptir hins vegar máli hvernig hann verður afmarkaður og hvaða reglur eiga að gilda um hann. Okkur finnst að það sé verið að keyra þetta verkefni verulega hratt áfram og að það eigi að leggja meiri áherslu á að skýra í raun hvaða reglur muni gilda á þessu svæði og hvaða áhrif það hefur til framtíðar. Það þarf að setja þessa hugmynd í samhengi við aðrar þarfir samfélagsins. Hvernig viljum við byggja samfélagið upp til framtíðar, m.a. með tilliti til orkuframleiðslu og orkunotkunar?“

segir Hörður og nefnir að orkuöryggi sé lykilatriði við að tryggja lífskjör í landinu og að endurnýjanleg orka leiki lykilhlutverk í loftslagsmálum.

„Ég tel að það sé hægt að vernda stóran hluta hálendis Íslands þó að ekki sé gengið jafn langt og þessar tillögur feli í sér. Ég held einnig að sú orkuvinnsla og uppbygging, raforkulínur og vegir, geti átt sér stað þrátt fyrir stækkun þjóðgarðsins og ég held að það sé ákall í samfélaginu um það, rétt eins og nýliðnir atburðir tengdir flutningskerfi raforkunnar vitna um.“

Þá er Hörður spurður hvort hann telji vinnubrögð umhverfisráðherra vera fúsk:

„Nei, það myndi ég ekki segja. Það hafa fjöldamargir aðilar komið að þessari vinnu og hún er drifin áfram af hugsjón. En þegar verið er að taka afdrifaríkar ákvarðanir fyrir þjóðina þarf að vanda mjög vel til verka, huga að þörfum framtíðarkynslóða og ábyrgð okkar. Ég sé einfaldlega ekki hver þörfin er á að keyra þetta svona hratt áfram. Um þessar mundir er verið að móta orkustefnu og orkuöryggisstefnu. Það er verið að skoða hvað við þurfum að gera í innviðauppbyggingu og loftslagsmálum og þetta eru allt atriði sem þarf að taka með í reikninginn. Það steðjar engin hætta að okkur sem kallar á að við hlaupum til. Við viljum ekki og megum ekki loka á möguleika okkar til framtíðar.“

Kárahnúkar vel heppnuð framkvæmd

Aðspurður um hvort Kárahnjúkavirkjun hafi skilað óásættanlegri arðsemi, líkt og andstæðingar hennar hafa haldið fram, segist Hörður ekki mega svara því, honum sé óheimilt að fjalla um einstaka samninga:

„Við getum í raun aðeins talað út frá meðaltölum í rekstrinum. Við höfum hins vegar sagt að Kárahnjúkavirkjun sé einstaklega vel heppnuð framkvæmd. Hún er í raun verkfræðilegt undur og rekstrarsagan síðustu 12 er með því móti að þetta hefur allt gengið mjög vel og farið fram úr væntingum.“

Engin Kárahnjúkavirkjun á teikniborðinu

Hörður tekur fram að Landsvirkjun stefni ekki í önnur jafn stór verkefni og Kárahnjúkavirkjun var á sínum tíma:

„Nei, það held ég ekki. Það eru engin slík verkefni við sjóndeildarhringinn. Auk þess hafa sjónarmið umhverfisverndar orðið mun veigameiri en áður var. Það má hins vegar ekki gleyma því að 100 MW virkjun er stór þótt hún sé ekki tæp 700 MW eins og Kárahnjúkavirkjun. Við munum sjá meira af slíkum framkvæmdum. Þá er ákall samfélagsins eftir nýjum stórum verksmiðjum á borð við ný álver ekki eins mikil og var. Við erum með þrjá stóra viðskiptavini af þeim toga og í mínum huga skiptir mestu máli að styðja vel við þeirra þróun og hóflegan vöxt sem bætir arðsemi þeirrar framleiðslu sem þeir standa í,“

segir Hörður en á teikniborðinu eru fjórar framkvæmdir:

„Þetta eru Hvammsvirkjun í neðanverðri Þjórsá sem er 93 MW. Það er Blönduveita sem er 30 MW kostur við Blöndu. Það er Búrfellslundur rétt fyrir ofan Búrfellsvirkjun sem er 150 MW vindorkugarður. Svo eru það stækkunarmöguleikar í Bjarnarflagi, á Þeistareykjum og í Kröflu og Þeistareykir eru sennilegasti kosturinn þar og er um 50 MW.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi

Vill koma í veg fyrir óeðlilegar hækkanir á leigu með nýju frumvarpi
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum
Getur verið ?
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“

Dagur svarar Eflingu: „Vildi óska að sami kraftur væri settur í samningagerðina og ítrekað virðist fara í skeytasendingar í minn garð“
Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“

„Einhver myndi kalla þetta kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum

Fjölfræðispilið góða og þekking á skáldum og fossum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“

Ákvörðun Þórdísar gerir allt vitlaust – „Er hún galin?“ – „Brá verulega við að frétta af þessu“ – „Hvaðan fær Þórdís Kolbrún ráðleggingar?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari

Aðalsteinn Leifsson er nýr ríkissáttasemjari
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum

Háskólalóð undirlögð af bílastæðum