fbpx
Sunnudagur 29.nóvember 2020
Eyjan

Ríkisstjórnin kynnir nýjar aðgerðir til að tryggja frið á vinnumarkaði – Tryggingagjald verður lækkað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 29. september 2020 11:28

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin hefur kynnt sérstakar aðgerðir til að tryggja frið á vinnumarkaði. Undanfarið hafa Samtök atvinnulífsins farið fram á að launahækkunum lífskjarasamningsins verði frestað í ljósi erfiðrar stöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Þessu hefur verkalýðshreyfingin ekki ljáð máls á. Yfirvofandi hefur verið atkvæðagreiðsla innan SA um að segja upp lífskjarasamningnum. Atkvæðagreiðslunni hefur verið frestað til að freista þess að fá fram útspil ríkisstjórnarinnar sem gæti höggvið á hnútinn.

Aðgerðirnar voru kynntar á óformlegum blaðamannafundi fyrir utan Stjórnarráðið upp úr klukkan ellefu, og fór forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, yfir málið.

Um er að ræða átta aðgerðir sem geta kostað allt að 25 milljarða. Meðal annars verður full endurgreiðsla virðisaukaskatts framlengd út árið 2021.

Til að milda áhrif af launahækkunum verður tryggingagjald lækkað tímabundið, eða til loka árs 2021.

Farið er yfir aðgerðirnar á vef Stjórnarráðs. Aðgerðirnar átta eru eftirtaldar: 1. Full endurgreiðsla virðisaukaskatts framlengd út 2021. 2. Tryggingagjald lækkað út árið 2021. 3. Fjárstuðningur við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins. 4. Skattaívilnanir til fjárfesta. 5. Aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu með stórauknum framlögum hins opinbera. 6. Úrbætur á skipulags- og byggingamálum. 7. Umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði. 8. Frumvörp sem styðja Lífskjarasamninginn lögð fram.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Mikilvægt skref í jafnræðisátt“ – Ása og Björg í Hæstarétt

„Mikilvægt skref í jafnræðisátt“ – Ása og Björg í Hæstarétt