fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Smári segist hafa verið rosalega þreyttur og pirraður – „Þá virkar það ekkert sérstaklega vel“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 28. september 2020 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, kemur fram í þættinum 21 á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í kvöld. Þar talar hann um þá ákvörðun sína um að halda ekki áfram á þingi þegar núverandi kjörtímabili lýkur.

„Ég hef haldið því fram frá því að ég fór fyrst að skipta mér af pólitík að það væri ekkert jákvætt að fólk væri of lengi“, segir Smári um ástæðuna fyrir því að hann ætli að hætta á þingi. „Og ef lýðræði er þetta konsept að allir eiga að vinna að því saman að láta samfélagið ganga þá virkar það ekkert sérstaklega vel ef að það eru alltaf þeir sömu sem sitja á valdastólum. Það er fínt að hafa nýliðun, samt ekki oft mikla en það hefur verið mikil nýliðun undanfarin ár“

Hin hliðin á þessari ákvörðun Smára er að lífið er ekki endalaust. „Ég hef fullt af hugmyndum og þekkingu og færni sem er ekkert að nýstast mjög vel inni á þingi,“ segir Smári og á þá við þekkingu hans í tölvutækni auk þess sem hann hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og vill nýta það tvennt betur. „Ég hef bara verið rosalega þreyttur og pirraður á því hvað það er mikið talað um að reyna að bregðast við loftslagsbreytingum en ótrúlega lítið verið gert í því,“ segir Smári þegar hann er spurður hvort það gagnist honum ekki að sitja á þingi til að vinna í umhverfismálum. „Ég held að við gætum verið að gera svo miklu meira,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu