fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Björn varar við stríði – „Stefnir í harkaleg átök og ófrið“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 26. september 2020 17:41

Björn Snæbjörnsson. Mynd: Auðunn Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Afstaða forystu SA leiðir til atkvæðagreiðslu innan samtakanna um hvort slíta beri lífskjarasamningum, samningum sem voru hóflegir og einkum ætlað að bæta kjör þeirra verst settu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um afleiðingarnar fari svo að SA ákveði það. Ekkert bendir til þess að samningaviðræður aðila í milli myndu skila niðurstöðu og því stefnir í harkaleg átök og ófrið, sem getur haft skelfilegar afleiðingar á þessum einstæðu krepputímum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Ísland og Einingar – Iðju, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar fer Björn hörðum orðum um þann vilja Samtaka atvinnulífsins að vilja fresta launahækkunum lífskjarasamninganna vegna aðstæðna í samfélaginu í kórónufaraldrinum. Björn segir afstöðu SA ekki byggja á efnislegum rökum og hann bendir á að kreppan hafi mjög ólík áhrif eftir atvinnugreinum og landshlutum:

„Sú afstaða forystu Samtaka atvinnurekenda (SA) að forsendurlífskjarasamninga séu brostnar er til þess fallin að skapa óróa og auka enn á óvissu í samfélaginu.
Ákvörðun SA veldur vonbrigðum, ekki síst sökum þess að hún byggist ekki á efnislegum rökum. Staðreynd máls er sú að enn liggja ekki fyrir nægar upplýsingar til að unnt sé að leggja heildstætt mat á stöðu atvinnugreina og fyrirtækja. Hins vegar liggur fyrir að krísan hefur mjög ólík áhrif eftir atvinnugreinum og landshlutum. Slíkar aðstæður kalla á sértækar aðgerðir, ekki algildar.“

Björn bendir á að niðurskurður sé ekki rétta leiðin úr úr kreppunni. Segir hann jafnframt að verkalýðshreyfingin hafi ítrekað lýst sig tilbúna til samstarfs við SA og stjórnvöld til að tryggja afkomuöryggi landsmanna. Björn segir að beita þurfi sértækum aðgerðum til að mæta vanda fyrirtækja sem verst eru stödd. Almenn aðgerð eins og að frysta launahækkanir eigi hér hins vegar ekki við og ekki séu málefnalegar forsendur fyrir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“