fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Áslaug Arna telur þetta mikilvægast – „Við verðum öll að leggja okkar af mörkum“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 14. ágúst 2020 14:51

Áslaug Arna. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og greint hefur verið frá þá kynnti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hertari aðgerðir á landamærum á blaðamannafundi. Úr ríkisstjórn voru einnig þær Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála- og nýsköpunarráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.

Áslaug Arna tók fram að landið væri ekki komið á neyðarstig almannavarna þrátt fyrir þessar hertari aðgerðir. Þá sagðist hún vonast til þess að aðstæður til að létta á takmörkunum innanlands myndu myndast.

„Tekið skal fram einnig að við erum ekki komin á neyðarstig almannavarna þrátt fyrir þessa ákvörðun vonandi skapast frekar skilyrði til að létta aðeins á takmörkum innanlands,“

Þá sagði hún að það sem skipti mestu máli væri að halda í grunngildi um handþvott, fjarlægðartakmrarkanir, og að halda sig heima finni maður fyrir einkennum. Hún sagði að báráttan við veiruna einskorðist ekki við landamærin heldur fyrst og fremst við hegðun landsmanna og því verði allir að leggja sitt að mörkum.

„Að sjálfsögðu verðum við að halda áfram að gæta að öllum grunngildum um handþvott og hæfilega fjarlægð frá af öðrum, og halda okkur heima ef við fáum kvef eða önnur einkenni. Það er það sem skiptir mestu máli.

Baráttan við veiruna einskorðast alls ekki við landamærin, heldureinskorðast hún aðallega við hegðun okkar. Hún er hér innanlands nú þegar. Við verðum öll að leggja okkar af mörkum áfram þegar kemur að baráttunni við útbreiðslu veirunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“

Jón Gnarr spenntur fyrir málþófinu í dag – „Ég veit að það er mikil spenna yfir því að minnsta kosti innanhúss“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“