fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Eyjan

Hefur áhyggjur af ofsahræðslu Íslendinga við COVID: „Þolir sálarlíf og efnahagur þjóðarinnar slíkt til langframa?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. ágúst 2020 12:48

Arnar Þór Jónsson. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem greina má töluverðar efasemdir um viðbrögð Íslendingar við kórónuveirufaraldrinum, að þau séu yfirdrifin og geti valdið langvarandi skaða á efnahag og sálarlífi þjóðarinnar. Arnar telur skorta á gagnrýna og málefnalega umræðu um aðgerðir við faraldrinum en ofuráhersla sé lögð á hlýðni og eina rétta skoðun.

„Fréttaflutningur af Covid-19 (C19) veldur mér stöðugum ónotum, sem hafa ágerst eftir því sem liðið hefur á sumarið, sérstaklega þegar ég mæti grímuklæddu fólki á víðavangi eða sé grímuklædda bílstjóra eina á ferð í bifreiðum sínum. Frammi fyrir slíkri sjón get ég ekki varist þeirri hugsun að óttinn hafi yfirtekið dómgreindina. Ójafnvægi sem af því leiðir samræmist illa klassískum hugmyndum um dyggðugt líf, þ.e. um meðalhóf milli tveggja lasta. Skeytingarleysi um eigið líf og annarra er augljóslega löstur, en það er ofsahræðsla einnig,“ segir Arnar í upphafi greinar sinnar.

Hann aðgreinir lýðræði frá harðstjórn meirihlutans og vill gæta að réttindum minnihlutans. Vald megi aldrei verða algjört og ósveigjanlegt enda geti meirhlutinn haft rangt fyrir sér:

„Í þessum anda miðar frjálslynd og lýðræðisleg stjórnskipun ekki að harðstjórn meirihlutans, heldur stendur slíkt stjórnarfar vörð um réttindi minnihlutans til hugsunar, tjáningar og gagnrýni, enda hefur sagan sýnt að meirihlutinn getur haft rangt fyrir sér, sem og fræðimenn og siðapostular. Stjórnmál sem vilja kenna sig við frjálslyndi eiga því ekki að litast af forherðingu og fullvissu, heldur af meðvitund um það að við gætum haft á röngu að standa. Ef vel tekst til þjónar frjálslynt lýðræði vel sem nokkurs konar þjóðfélagsleg jafnvægisstilling. Þetta markmið birtist skýrlega í áskilnaði íslensks réttar um meðalhóf, t.d. að viðbrögð stjórnvalda við vandamálum séu í samræmi við hættuna.“

Arnar segir að sífellt þurfi að endurmeta aðgerðir gegn faraldrinum í ljósi nýrra upplýsinga og afstýra því að viðbrögð gegn veirunni valdi meiri skaða en veiran sjálf. Þarna skipti sjálfstæð hugsun miklu máli:

„Í lýðræðisríki ber okkur því að leggja rækt við sjálfstæða hugsun. Meðan við viljum búa í lýðfrjálsu ríki leyfist okkur ekki að fljóta hugsunar-, gagnrýnis- eða skilningslaust með straumnum. Borgararnir sjálfir bera samkvæmt þessu ábyrgð á eigin frelsi.“

Arnar veltir upp mögulegum gagnrýnispunktum á þá stefnu sem nú er ráðandi í aðgerðum gegn faraldrinum. Hann spyr hvað verði um heilbrigðiskerfið ef atvinnuleysi eykst svo mikið að ekki verði hægt að fjármagna það. Hann spyr hvort öryggissjónarmið eigi ein að ráða ferð, ef svo er þurfum við að búa okkur undir gjörbreytta tilveru. „Þolir sálarlíf og efnahagur þjóðarinnar slíkt til langframa?“ spyr Arnar að lokum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá Móeiði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði

Kosningar 2026: Örn vill fjórða sætið í Hafnarfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“

Mótframbjóðandi kvartar yfir framboði Vilhjálms – „Kemur verulega á óvart“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót

Orðið á götunni: Gott ár Kristrúnar – styrkir stöðu sína svo um munar um áramót
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum

Vilhjálmur Egilsson: Eigum ekki að fara í ESB bara á efnahagslegum forsendum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við

Orðið á götunni: Fokið í flest skjól í Hádegismóum – skrímsladeildin endanlega tekin við
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið

Vilhjálmur Egilsson: Kannski er þetta tímabil í sögu Bandaríkjanna bara liðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt

Guðrún Karls Helgudóttir: Ótrúlegt hvað stórfelldar breytingar á Þjóðkirkjunni frá 2019 hafa farið lágt