fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Eyjan

Segir að til greina komi að kæra Ragnar Þór

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 24. júlí 2020 10:56

Frá vinstri: Hörður Ægisson og Ragnar Þór Ingólfsson. Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, segir Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, hafa sýnt Fjármálaeftirliti Seðlabankans lítilsvirðingu og valdið skaða á trúverðugleika lífeyrissjóðakerfisins. Þetta kemur fram í leiðara Fréttablaðsins í dag. Hann segir jafnframt koma til greina að Seðlabankinn vísi máli hans, er varði tilraunum til skuggastjórnunar á lífeyrissjóði, til ákæruvaldsins.

Tilefnið er yfirlýsing Ragnars Þórs um að fulltrúar VR í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna ættu að greiða atkvæði gegn því að sjóðurinn taki þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Sú yfirlýsing var viðbragð við þeirri ákvörðun Icelandair á dögunum að slíta viðræðum við Flugfreyjusamband Íslands (FFÍ) og segja öllum flugfreyjum upp störfum. Tveimur sólarhringum síðar undirrituðu Icelandair og FFÍ nýjan kjarasamning sem nú er í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum.

Hörður fer hörðum orðum um afskipti Ragnars Þórs af málefnum lífeyrissjóðsins:

„Augljósir tilburðir formanns VR til skuggastjórnunar með því að reyna að taka beina stjórn á sjóðnum eru ekki nýmæli. Aðeins rúmt ár er síðan Fjármálaeftirlitið beindi því til Lífeyrissjóðs verslunarmanna að endurskoða samþykktir sjóðsins sérstaklega með það í huga hvort og við hvaða aðstæður hægt væri að skipta út stjórnarmönnum. Var það gert eftir að fulltrúaráð VR hafði afturkallað umboð stjórnarmanna stéttarfélagsins í stjórn og sett inn nýja stjórnarmenn til bráðabirgða vegna ákvörðunar um vexti verðtryggðra sjóðfélagalána sem stjórn og fulltrúaráð VR voru ósammála um. Með því að ætla enn á ný að hafa áhrif á ákvörðunartöku sjóðsins, sem er ekki í eigu eða undir stjórn VR, hefur Ragnar Þór sýnt Fjármálaeftirliti Seðlabankans lítilsvirðingu og skeytt ekkert um þau tilmæli sem stofnunin hefur sent frá sér.“

Hörður sakar forystufólk verkalýðshreyfingarinnar um ofstæki og vanstillingu. Hann fordæmir framgöngu Ragnars Þórs undanfarið í tengslum við kjaradeilu Icelandair og FFÍ, sem hann segir að verði að hafa afleiðingar:

„Sumir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir þessu samhengi hlutanna. Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar, sem er hvað öðru vanstilltara í ofstæki sínu, hefur lagt sitt af mörkum í að leggja stein í götu björgunartilrauna flugfélagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur þar farið fremstur í flokki með því að beina því til fulltrúa stéttarfélagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að sniðganga eða greiða atkvæði gegn fjárfestingu í útboði Icelandair vegna óánægju með hvernig staðið var að kjaraviðræðum við FFÍ. Færu fulltrúar VR ekki að þeim tilmælum yrði þeim skipt út. Engu breytir þótt formaður VR hafi síðar dregið í land – hann vill samt skilyrða mögulega þátttöku sjóðsins í útboðinu við að stjórnendum Icelandair verði öllum skipt út – eftir að samningar náðust við flugliða. Skaðinn er skeður og vegið hefur verið að sjálfstæði stjórnar lífeyrissjóðsins. Það má ekki standa án eftirmála.“

Vísi málinu til ákæruvaldsins

Í Fréttablaðinu í dag er einnig viðtal við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra sem drepur á þessi mál og segir að tryggja þurfi sjálfstæði lífeyrissjóðanna betur. Hörður fagnar því að Seðlabankinn ætli að stíga skref í þessa átt. Hann segir að yfirlýsingar Ragnars Þórs dragi úr trúverðugleika stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verslunarmanna:

„Ef þeir hafna því að taka þátt í útboði Icelandair munu eðlilega vakna strax grunsemdir um að þeir lúti skuggastjórn. Seðlabankanum er ekki stætt á öðru, vilji hann vernda trúverðugleika sinn, en að grípa umsvifalaust til aðgerða og jafnframt taka til athugunar hvort ástæða sé til að vísa málinu til ákæruvaldsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Arsenal
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður segir Sjálfstæðisflokkinn vera klofinn – „Um þetta deil­um við ekki“

Þorgerður segir Sjálfstæðisflokkinn vera klofinn – „Um þetta deil­um við ekki“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gunnar Smári skammast í Pírötum og fær rauða spjaldið: „Þetta er það sem vinstra fólk kallar sófakomma-kjaftæði“

Gunnar Smári skammast í Pírötum og fær rauða spjaldið: „Þetta er það sem vinstra fólk kallar sófakomma-kjaftæði“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“

Hildur vill opna eina sundlaug í Reykjavík fyrir bólusetta eldri borgara – „Tímabært að huga að opnara og frjálsara samfélagi“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skýtur á dómsmálaráðherra vegna frumvarps um vernd barna gegn barnaníðsefni

Skýtur á dómsmálaráðherra vegna frumvarps um vernd barna gegn barnaníðsefni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum
Farsóttarfangelsið