fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Eyjan

Breytingar á stjórnarskrá – Forseti megi aðeins sitja í tvö kjörtímabil og meðmælendum verði fjölgað

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frumvarpi um breytingar á stjórnarskrá, sem forsætisráðuneytið birti í samráðsgátt stjórnvalda í gær, verður kjörtímabil forseta Íslands lengt í sex ár en um leið verður sett hámark á samfellda setu á forsetastóli og má forseti aðeins sitja í tvö kjörtímabil.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent, samdi frumvarpið í samráði við formenn stjórnmálaflokkanna. Frestur til að senda athugasemdir við frumvarpið rennur út um miðjan júlí.

Lagt er til að forsetinn geti setið tvö samfelld kjörtímabil að hámarki og að kjörtímabilið verði lengt í sex ár. Einnig er lagt til að forsetaframbjóðendur þurfi að hafa meðmæli að minnsta kosti 2,5% kosningabærra manna. Miðað við kjörskrá nýafstaðinna forsetakosninga þá hefði þurft meðmæli um 6.300 manns til að geta boðið sig fram.

Einnig er lagt til að ákvæðum um hlutverk forsetans verði breytt, aðallega til samræmis við ríkjandi framkvæmd. Til dæmis fallin formleg heimild forseta til að fella niður saksókn felld niður og hlutverk hans við stjórnarmyndun verður skýrt og fært nær ríkjandi framkvæmd að því er segir í frumvarpinu.

Einnig er lagt til að Alþingi fái aukið forræði yfir eigin starfi og hlutverk forseta við setningu þess og frestun á fundum verði takmarkað. Einnig er lagt til að Alþingi geti fellt úr gildi lög sem forsetinn hefur synjað staðfestingar til að afstýra þjóðaratkvæðagreiðslu. Einnig er lagt til að forsetinn verði ekki lengur ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum nema þeim sem hann framkvæmir að tillögu ráðherra og ráðherrar bera ábyrgð á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis

Benedikt Gíslason: Samkeppni mikil á íslenskum bankamarkaði – skattsporið stærra en erlendis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf

Svarthöfði skrifar: Hildur mætir ólesin í munnlegt próf
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu

Benedikt Gíslason: FBA og Kaupþing undir sama þaki – skrítin stemning í mötuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins

Sigríður nýr þingflokksformaður Miðflokksins