fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Mannréttindadómstóllinn tekur mál Magnúsar Guðmundssonar til efnislegrar umfjöllunar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 08:00

Mannréttindadómstóllinn í Strassbourg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hefur ákveðið að taka mál Magnúsar Guðmundssonar, fyrrverandi  bankastjóra Kaupþings í Lúxemborg, til efnislegrar umfjöllunar. Málið snýr að meintu vanhæfi tveggja dómara við Hæstarétt vegna starfa sona þeirra.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Magnús var sakfelldur í Hæstarétti 2016 fyrir aðild að markaðsmisnotkun og umboðssvik í svonefndu Markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Hæstiréttur sneri þar dómi héraðsdóms við að hluta en héraðsdómur hafði vísað tveimur ákæruliðum frá og sýknað hann af öðrum ákærum.

Kæra Magnúsar til MDE byggir á að Ingveldur Einarsdóttir og Þorgeir Örlygsson, dómarar við Hæstarétt, hafi verið vanhæf til að dæma í málinu vegna starfa sona þeirra. Sonur Ingveldar var aðstoðarsaksóknari hjá Sérstökum saksóknara og sonur Þorgeirs var yfirlögfræðingur hjá slitastjórn Kaupþings.

MDE komst að þeirri niðurstöðu í Al Thanimálinu að hæfi Árna Kolbeinssonar, dómara, hafi ekki verið hafið yfir allan vafa þar sem sonur hans starfaði fyrir bankann fyrir og eftir gjaldþrot hans.

Í kæru Magnúsar er einnig vísað til hlutafjáreignar dómara í föllnu bönkunum og vísað til Viðars Más Matthíassonar, Ingveldar Einarsdóttur, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Markúsar Sigurbjörnssonar í því sambandi. Fréttablaðið segir ekki vitað til að aðrir en Ingveldur hafi átt hlutabréf í Kaupþingi fyrir hrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm