fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Eyjan

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 11:30

Formenn ríkisstjórnarflokkanna. Mynd-Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld á Íslandi hafa ekki uppfyllt lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali í fjögur ár í röð, samkvæmt nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um stöðu mansals í löndum heimsins.

Ísland er sett í annan flokk af þremur, en lönd í fyrsta flokki þykja standa sig best í baráttunni gegn mansali. Ísland var síðast í fyrsta flokki árið 2016. Morgunblaðið greinir frá.

Í skýrslunni segir að Ísland hafi sýnt þó nokkra viðleitni til þess að gera betur, en bæta þurfi sérþekkingu á málaflokknum.  Þá þurfi að auka eftirlit með viðkvæmum samfélagshópum og bera kennsl á möguleg fórnarlömb sem og bæta rannsókn mála og öflun sönnunargagna.

Í skýrslunni er gagnrýnt að ekki hafi verið dæmt fyrir mansalsbrot á Íslandi í samfleytt níu ár.

Vísa fórnarlömbum úr landi

Skýrslan nefnir einnig að Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun hafi þróað verklag til að bera kennsl á möguleg fórnarlömb mansals. Hins vegar hafi mögulegum fórnarlömbum verið vísað úr landi án þess að vísbendingar um mansal hafi verið rannsakaðar frekar. Gildi þetta sérstaklega um konur frá Nígeríu og Gana.

Þá segir skýrslan að hælisleitendur og erlendir nemendur séu sérstaklega varnarlausir gegn mansali sem og erlendir verkamenn, sem eigi á hættu að lenda í nauðungarvinnu hér á landi. Verið sé að leika á kerfið, með því að senda þá hingað í allt að 183 daga, svo forðast megi skatt- og stéttarfélagsgreiðslur og gerir það stjórnvöldum efiðara fyrir að fylgjast með stöðu þeirra.

Einnig er nefnt að reglurgerðir Schengen og EES um vegabréfsáritanir séu misnotaðar, svo senda megi mansalsfórnarlömb hingað til lands í allt að þrjá mánuði, án þess að skrá viðkomandi hjá yfirvöldum.

Fullyrt er að konur frá Afríku, Austur -Evrópu og Suður-Ameríku séu sendar hingað í kynlífsþrælkun og konur frá sömu svæðum, auk Asíu, séu látnar vinna í verkavinnu, ferðaþjónustu, matsölustöðum, bílaþvottastöðum og fatahreinsunum.

Þá er nefnt að smæð hins opinbera og skortur á skýrri stefnu í málaflokknum hægi á framvindu mála.

Ísland er í flokki tvö ásamt fjölda annarra landa á borð við Albaníu, Angóla, Bangladesh, Haíti, Danmörku, Grikklandi, Japan, Þýskalandi, Líbanon, Indlandi, Írak, Póllandi, Katar, Suður -Afríku, Rúanda, Taílandi, Sameinuðu Arabísku furstadæmunum, Tajikistan, Tyrklandi og Simbabve, svo fáein lönd séu nefnd.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra

Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún skilur ekkert í Sjálfstæðismönnum – „Þetta er með slíkum ein­dæm­um, að lög ná ekki yfir það“

Guðrún skilur ekkert í Sjálfstæðismönnum – „Þetta er með slíkum ein­dæm­um, að lög ná ekki yfir það“