fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Nefndarmenn svara Þórhildi Sunnu – Ásakanir sagðar „byggja á öðru en staðreyndum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Laugardaginn 20. júní 2020 10:52

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af ofangreindu má ljóst vera að frumkvæðisathugun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á hæfi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart útgerðarfyrirtækinu Samherja, hefur að einu og öllu verið í samræmi við þetta hlutverk nefndarinnar og verklag allt verið eðlilegt. Allar ásakanir um annað byggja á öðru en staðreyndum,“

segir í yfirlýsingu frá meirihluta stjórnskipunar – og eftirlitsnefndar Alþingis í dag.

Sem kunnugt er sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, af sér formennsku í nefndinni í vikunni þar sem hún taldi stjórnarþingmenn nefndarinnar standa í vegi fyrir frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, sem gerð var vegna vinskapar hans við forstjóra Samherja.

Taldi hún að persóna sín hefði verið dregið í svaðið og hún beitt þöggunar og kúgunartilburðum vegna starfa sinna í málinu og neitaði hún að vera blóraböggull nefndarmeirihlutans, þar sem það hamlaði framvindu málsins. Tilnefndu  Píratar Jón Þór Ólafsson formann nefndarinnar í stað Þórhildar Sunnu.

Sjá einnig: Þórhildur Sunna fékk nóg og sagði af sér formennsku í beinni

Sagan öll

Í yfirlýsingunni er ferill málsins í nefndinni rakinn, þar sem ýmis ummæli Þórhildar Sunnu í fjölmiðlum eru dregin fram ásamt fundargerðum.

Hana má lesa hér í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir