fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Eyjan

Telur Þorvald hafa valdið sér sjálfsskaða og kunningjasamfélag fræðimanna hafi máske ráðið för

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 15. júní 2020 12:59

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar fræði­menn segja um stjórn­mála­menn eða stjórn­mála­flokka að þeir séu að verða and­lit spill­ing­ar­innar þá ætla ég að fá að lýsa þeirri skoðun minni að það sé ekki akademísk nið­ur­staða. Það er eitt­hvað allt ann­að.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis í morgun þar sem fjallað var um mál hagfræðiprófessorsins Þorvalds Gylfasonar, sem fékk ekki ritstjórastöðu norræns fræðirits þar sem ráðuneyti Bjarna lagðist gegn því.

Sjálfsskaði Þorvaldar

Bjarni var spurður hvort það væri eðlismunur á því hvernig stjórnmálamenn töluðu um fræðimenn og hvernig fræðimenn töluðu um valdhafa og hvort Þorvaldur hefði gengið of langt í gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn.

Bjarni sagði varasamt að menn í valdastöðu væru að vega að fræðimönnum. En þegar fræðimenn færu inn á vettvang stjórnmálanna og gerðust þar „stórvirkir“ í dómum sínum um einstaklinga og stjórnmálaflokka, væru þeir að valda sér „sjálfsskaða“ sem fræðimenn, ekki síst þegar þeir gripu til samlíkinga við nasista og helförina:

„Það er mín nið­ur­staða, mín skoð­un. Og þá eru menn líka um leið að gefa færi á því að það sé tekið á móti, því þá eru menn komnir út fyrir fræði­störf sín. Þá eru þeir komnir inn á nýtt svið, nýjan vett­vang þjóð­fé­lags­um­ræð­unnar sem hefur ekk­ert endi­lega með aka­dem­í­una að gera.“

Þarna vísaði Bjarni til umdeildra ummæla Þorvaldar frá árinu 2018. Þá sagði Bjarni að fræðimenn sem væru í þessum sporum yrðu að þola þegar þeim væri svarað.

Sjá einnig: Þorvaldur Gylfason um Sjálfstæðismenn sem tala um lýðræði:„Eins og nasistar að auglýsa gasgrill“

Kunningjasamfélag

Bjarni sagði einnig að málið liti allt eins út fyrir að kunningsskapur réði för, þegar Þorvaldi var boðin staðan. Vísaði hann til þess að Þorvaldur og fyrrverandi ritstjóri umrædds fræðatímarits, Lars Calmfors, þekktust frá árum áður:

„Ég ætla að leyfa mér að velta upp þeirri spurn­ingu hér, af því að hér eru menn að segja að það sé nú ekki gott að póli­tíkin komi of nálægt slíkum hlut­um, hvort þarna kunni mögu­lega svona gamla góða kunn­ingja­sam­fé­lagið hafa verið að störf­um, svona tveir full­orðnir menn sem hafa þekkst lengi í gegnum ára­tug­ina, þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli,“

sagði Bjarni en áður hafði komið fram að yngri kona með reynslu af stefnumótun væri talin álitlegust af ráðuneytinu til að gegna ritstjórastarfinu sem Þorvaldur taldi sig hafa fengið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun