fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Eignarhald 66 gráður norður í skattaskjóli í Hong Kong – Nýta hlutabótaleiðina þvert á vilja ríkisstjórnar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. maí 2020 14:00

Helgi Rúnar Óskarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fataframleiðandinn 66 gráður norður hefur nýtt sér hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins, líkt og forstjórinn, Helgi Rúnar Óskarsson greindi frá í Fréttablaðinu í apríl. Sagði hann þó að reksturinn stæði traustum fótum og félagið væri ekki skuldsett. Hjá fyrirtækinu starfa um 400 manns í fjórum löndum en það rekur 10 verslanir á Íslandi og eina í Danmörku.

Skattaskjól og lágskattasvæði

Eignarhald fyrirtækisins má einnig rekja til lágskattasvæðanna Lúxemborgar og Hollands og skattaskjólsins Hong Kong, samkvæmt umfjöllun Stundarinnar.

Móðurfélag 66 gráður norður er Sjóklæðagerðin hf. en það félag er í eigu 66North Holding Lux Sarl. Stundin greinir frá að eignarhaldið á félaginu hafi verið fært til Lúxeborgar árið 2018 þegar Helgi Rúnar og eiginkona hans seldu helming félagsins til bandarísks fjárfestingasjóðs fyrir um 3,7 milljarða króna en að nafn sjóðsins eða eigenda hans hafi aldrei komið fram í fréttum, aðeins að sjóðurinn hefði lánað 66 gráður norður yfir þrjá milljarða króna.

Stundin segir eignarhaldið á félaginu sem heldur um eignarhlut Sjóklæðagerðarinnar, verið fært frá Cayman-eyjum til Hong Kong árið 2014, en Cayman-eyjar eru á svörtum lista Evrópusambandsins yfir ósamvinnuþýð skattaskjól.

Lúxemborg og Holland eru það hinsvegar ekki og hafa löndin aukið gagnsæi á undanförnum árum og eru nú nefnd lágskattasvæði en ekki skattaskjól.

Stundin segir það hinsvegar ómögulegt að sjá í opinberum gögnum hverjir raunverulegir eigendur félagsins í Hong Kong séu, sem óbeint nýtur góðs af hlutabótaleiðinni hér á landi í gegnum Sjóklæðagerðina hf.

Stundin tekur þó sérstaklega fram að ekkert bendi til þess að nein skattsvik hafi verið stunduð, né lög brotin.

Þvert á vilja ríkisstjórnarinnar

Talsmenn ríkisstjórnarinnar, þeirra á meðal Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hafa sagt að skattaskilyrðin í aðgerðarpökkunum séu fullnægjandi og feli vissulega í sér bann við að fyrirtæki geti verið með eignarhald í skattaskjólum. Það sé skýr vilji ríkisstjórnarinnar að koma í veg fyrir að fyrirtæki með eignarhald í skattaskjóli nýti sér hlutabótaleiðina.

Sá vilji er hinsvegar ekki nægilega fastsettur í aðgerðarpakkana að mati margra. Þeirra á meðal er fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði Þorláksson.

Sjá nánar: Segja fullyrðingar stjórnarþingmanns ekki standast – Fyrirtæki með skattaskjól njóti enn stuðnings ríkisins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar

Sigmundur Ernir skrifar: Mikilvægasti samningur Íslandssögunnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“

Illugi agnúast yfir mynd af Kristrúnu – „Myndin sjálfkrafa einskis virði“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“

Guðrún gagnrýnir að til skoðunar sé að rukka Bláa lónið og fleiri fyrir varnargarðana – „Það eru kaldar kveðjur“