fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Bjarni um launahækkun ráðherra – „Þessi ,,frétt“ á vísi.is er röng“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 11:23

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi ,,frétt“ á vísi.is er röng. Og Vísir hefur allar nauðsynlegar upplýsingarnar til að fara rétt með,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á Facebook síðu sinni, um frétt Vísis af afturvirkum launahækkunum sem birtist í morgun.

Þar kom fram að í sumar fengu ráðherrar, ráðuneytisstjórar og þingmenn afturvirka launahækkun frá 1. janúar 2020, í sumar. Þetta segir Bjarni ekki rétt:

„Launahækkun sem átti að eiga sér stað 1.júlí í fyrra var með lögum færð til 1. janúar 2020. Þannig standa lögin þrátt fyrir að fyrir mistök í Fjársýslu ríkisins hafi sú hækkun ekki verið greidd út. Launin hækkuðu 1. jan 2020 í fyrsta skipti frá október 2016. Það er því rangt að hækkun taki gildi í sumar með afturvirkum hætti.

Við tókum svo ákvörðun á Alþingi með lagabreytingu um daginn að láta hækkunina, sem átti næst að verða 1. júlí, frestast til áramóta. Alþingi er ekki að ákveða neinar nýjar launahækkanir. Alþingi hefur hins vegar frestað tveimur síðustu launahækkunum. Það tel ég vera ábyrgt. Launin eru lögákveðin miðað við launaþróun næsta árs á undan. Það er fyrirkomulagið sem tók við eftir að við lögðum niður Kjararáð sem tók við eftir að við lögðum niður Kjaradóm.“

Þá hefur fjármálaráðuneytið birt tilkynningu vegna málsins sem lesa má hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki