fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Æskumynd úr góðu partíi

Egill Helgason
Föstudaginn 20. mars 2020 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk er að birta af sér unglingamyndir til að létta lundina. Þetta getur reyndar verið dálítið tvíbent, því maður fyllist oft trega þegar maður skoðar gamlar myndir. Maður sér ekki bara í þeim týndan tíma heldur líka glötuð tækifæri, leiðir sem voru ekki farnar í lífinu.

Svo er merkilegt hvað allir eru fallegir á þessum myndum. Jú, ungt er fallegt. Þetta er reyndar pínu óþægilegt, manni finnst maður hafa misst af einhverju á ungdómsárunum að taka ekki hvað allir voru fagrir.

Hér er hópmynd. Þetta eru svosem ekki unglingar, en ungt fólk í blóma lífsins – flest af því. Ég vann með hléum á vikublaðinu sögufræga Helgarpóstinum á árunum frá 1983 til 1987. Myndin er held ég örugglega tekin í boði hjá blaðinu árið 1983. Þarna má sjá starfsfólk Helgarpóstsins, dálkahöfunda og gagnrýnendur. Blaðið lagði mikið upp úr öflugum skoðanaskrifum og vandaðri listgagnrýni.

Það er best að telja upp fólkið. Þarna má sjá í fremstu röð Vernharð Linnet sem skrifaði um djass; Gunnlaug Sigfússon sem skrifaði um dægurtónlist; pistlahöfundinn Sigurð A. Magnússon og hinn frábæra ljósmyndara blaðsins, Jim Smart.

Í annarri röð blaðakonuna og rithöfundinn Jóhönnu Sveinsdóttur; pistlahöfundinn Sigríði Halldórsdóttur; pistlahöfundinn Auði Haralds; Kristínu Ástgeirsdóttur blaðamann; Pétur Gunnarsson pistlahöfund og Ingólf Margeirsson ritstjóra.

Í efstu röð eru Gísli Helgason pistlahöfundur; blaðamaðurinn Egill Helgason, líklega yngstur í hópnum, í hvítum jakka og með rautt prjónabindi; Árni Þórarinsson ritstjóri; Guðmundur Arnlaugsson aldursforseti sem skrifaði um skák; Magnús Torfi Ólafsson pistlahöfundur; Páll Kristinn Pálsson pistlahöfundur; Árni Óskarsson, líklega pistlahöfundur; Guðjón Arngrímsson blaðamaður; Hallgrímur Thorsteinsson blaðamaður og Sigurður Pálsson pistlahöfundur.

Þetta var gott partí man ég. Bene bene eins og sá efst í horninu til hægri hefði sagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja

Þorsteinn Pálsson skrifar: Himinninn er að hrynja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump

Segir alvarlega ógn steðja að lýðræðinu – Nei, það er ekki Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða