fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Biden á móti Trump: Annar elliær og hinn ruglaður?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 11. mars 2020 14:34

Trump og Biden. Mynd/samsett Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú virðist ljóst að Joe Biden verður andstæðingur Donalds Trump í forsetakosningunum í nóvember. Hann virðist ætla að sigra Bernie Sanders næsta auðveldlega – þótt um tíma væru teikn á lofti um annað. Ein fyrirsögnin hljómaði svo: Ungt fólk tvítar en mætir ekki á kjörstað. Það hefur verið mikil þátttaka í forkosningum Demókrata, en stuðningsmenn Sanders hafa ekki skilað sér.

Biden virðist hafa býsna breiðan stuðning meðal þeirra sem kusu í forkosningunum – kannski einfaldlega vegna þess að kjósendur telja hann líklegastan til að geta fellt Trump. Hann er ekki næstum eins umdeildur og Hilary Clinton. En hann á langan feril í stjórnmálum og hefur tekið í gegnum tíðina tekið afstöðu í ýmsum málum sem nú virkar umdeilanleg. Það verður hægt að núa honum þessu um nasir.

Biden er 77 ára og ýmislegt bendir til þess að aldurinn sé farinn að há honum verulega. Hann er langt í frá eins beittur og hann var áður, gleymir nöfnum og virðist eiga erfitt með að halda lengri ræður. Það er líkast því að starfsfólk hans gæti þess að þessir veikleikar birtist ekki of greinilega. Sveit Trumps sem svífst einskis mun hamra á því að hann sé með elliglöp – það er beinlínis herferð í gangi til að sýna fram á að hann sé elliær.

Þetta gæti orðið skrautlegt. Annars vegar Biden sem er ekki til stórræðanna og hins vegar Trump sem virkar ansi ruglaður, eins og til dæmis má sjá því hvernig hann hefur brugðist við hinni yfirvofandi sóttarógn. Þetta er úr Daily Show með Trevor Noah.

Maður spyr sig um stöðuna í stjórnmálunum í því sem eitt sinn var kallað guðseiginland….

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna

Stefnuræða forsætisráðherra: Biður fólk um að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína

Hálf öld frá því að miðillinn sem öllu breytti hóf göngu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar

Þorsteinn Pálsson skrifar: Utanríkispólitík stjórnarandstöðunnar