fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Eyjan

Ingibjörg býður sig fram til formanns Félags eldri borgara – Þrír í framboði

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. mars 2020 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Sverrisdóttir, eldri borgari, gefur kost á sér sem formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins sem fram fer 12. mars nk. Tveir aðrir eru í framboði til formanns Haukur Arnþórsson og Borgþór Kjærnested.

Alls gefa kost á sér í stjórn félagsins 16 einstaklingar. Ellert B. Schram, fráfarandi formaður félagsins mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs.

Ingibjörg er fædd í Reykjavík 24. mars 1947. Hún ólst upp í Reykjavík og Vestmannaeyjum en hún hefur starfað bæði erlendis og hérlendis.  Hún starfaði síðast hjá Air Atlanta áður en hún fór á eftirlaun.

Ingibjörg hefur starfað hjá flugfélögum og ferðaskrifstofum, bæði innanlands og utan og gengt margs konar störfum innan vébanda ferðageirans.

Ingibjörg stundaði tungumálanám í Þýskalandi og Spáni á yngri árum og á fullorðinsárum við Menntaskólann í Hamrahlíð og síðar við Háskóla Íslands í ferðamálafræðum. Hún hefur setið ótal ráðstefnur og endurmenntunarnámskeið í ýmsum greinum í tengslum við störf sín hverju sinni. Þá hefur Ingibörg sinnt kennslu í þremur ferðamálaskólum hérlendis og kennt verðandi ferðaráðgjöfum.

„Grái herinn og kjör eldri borgara eiga hug minn þessa stundina því ég hef verið með í undirbúningi og sit í stjórn Málsóknarsjóðs Gráa hersins sem mun kosta málaferli við ríkið vegna skerðinga á greiðslum til lífeyrisþega,‟

segir Ingibjörg og bætir við:

„Af mörgu öðru er að taka er varðar kjör eldri borgara sem þarfnast endurskoðunar. Innra starf félagsins þarf að efla frekar því hópur eldri borgara hefur stækkað ört undanfarin ár og mun fjölga talsvert á næstu árum. Fjölgunin mun kalla á meiri fjölbreytni í þjónustu, afþreyingu og þörf er fyrir frekari fræðslu á flóknu umhverfi eldri borgara. Ég tel mig hafa margt fram að færa til að bæta kjör okkar eldri borgaranna og brenn í skinninu að takast á við áskoranir sem bæði bæta kjör okkar og lífga upp á félagsskapinn með virku félagslífi og sterkum skoðunum á málefnum sem hafa áhrif á líf eldri borgara,‟

segir hún ennfremur í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til

Þingmaður Sjálfstæðisflokks skammar ráðherra fyrir málskostnað sem hennar eigin ríkisstjórn stofnaði til
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu

Formaður Sjálfstæðisflokksins fór í vikulangt frí daginn áður en eitt stærsta mál þessa þings var tekið til fyrstu umræðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu

Björn Jón skrifar: Hér vantar óperu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu

Diljá Mist Einarsdóttir: Trump hefur sértrúarsöfnuð í kringum sig – Ísland hefur sérstöðu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!

Thomas Möller skrifar: Borgum meira!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“