fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Árni er ekki sammála Áslaugu Örnu – Segir rétt barna vera mikilvægari en viðskiptasjónarmið

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vill að bann við áfengisauglýsingum sé afnumið. Áslaug segir bannið ekki virka auk þess sem það mismuni íslenskum framleiðendum. RÚV greinir frá þessu.

Áslaug hefur nú þegar lagt fram drög að frumvarpi til að leyfa sölu á áfengi í vefverslunum hér á landi. Það er í dag leyfilegt að kaupa áfengi í gegnum erlendar vefverslanir. Þá er hægt að fá það sent heim að dyrum.

Því segir Áslaug að það sé fullt tilefni að endurskoða löggjöfina um áfengisauglýsingar. „Það er annað óréttlæti og ójafnræði sem íslenskir framleiðendur verða fyrir,“ segir hún. „Það er auðvitað þannig í dag að áfengisauglýsingar eru alls staðar hvort sem það er þegar við horfum á erlenda íþróttaleiki í sjónvarpi, þegar við flettum erlendum tímaritum eða erum á öllum þessum samfélagsmiðlum í dag, þannig að bannið er ekki að virka.“

Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, virðist ekki vera sáttur með tilætlanir dómsmálaráðherrans en hann segir að réttur barna til að vera laus við áfengisáróður sé mikilvægari en viðskiptasjónarmið. Árni segir að auglýsingunum sé markvisst beint að börnum og ungmennum. Þá segir hann að það þurfi ekki að slaka á forvarnar- og lýðheilsusjónarmiðum þrátt fyrir að auglýsingar komi hingað til lands með nýjum leiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða

Björn Jón skrifar: Vanstillt þjóðfélagsumræða
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir

Breytingar í framkvæmdastjórn Póstsins – Eymar og Benedikt ráðnir
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn