fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Eyjan

Þegar Raggi Bjarna gaf mér fágæta plötu

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 16:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eiga margir eftir að minnast Ragnars Bjarnasonar – hann var þjóðargersemi og við eigum svo mörg minningar um hann. Hann var ljúflingur, sjarmatröll með sitt kæruleysislega fas. Eins og að hann gerði hlutina alltaf án áreynslu. Ferlillinn er líka ótrúegur. Ragnar byrjaði að tromma með hljómsveit föður síns, Bjarna Böðvarsonar, þegar hann var aðeins 16 ára.

Ég les reyndar að hann hafi fæðst í risíbúð í Lækjargötu 12a, ég get horft þangað yfir út um gluggann minn, en húsið er horfið, það brann 1967.

Fyrstu plöturnar með Ragga komu svo út 1954, hann var orðinn stórstjarna þegar ég fæddist fimm árum síðar. Ferillinn spannaði semsagt hátt í sjötíu ár.

Ég fékk einu sinni að syngja með Ragnari, þegar ég var með Silfur Egils á Skjá einum var ég stundum – í mínu ofdrambi – að myndast við að syngja í þættinum sem var á gamlársdag. Og eitt sinn fékk ég Ragga til mín, hann söng Komdu í kvöld, eitt af sínum einkennislögum, en ég myndaðist við að syngja með. Hann gerði þetta með sinni léttu lund. Geirfuglarnir léku undir.

En ég á aðra sögu af því hvað hann Ragnar var mikill indælismaður. Við hittumst eitt sinn á tónleikum í Salnum í Kópavogi sem voru helgaðir lögum Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Ég nefndi við Ragga að ég hefði sem strákur átt plötu sem ég hélt mikið upp á. Þetta voru lög úr söngleiknum Járnhausnum eftir þá bræður – þar eru meðal annarra lög eins og Undir stórasteini, Án þín og Stúlkan mín. Nokkur af vinsælustu lögunum sem Raggi söng og fylgdu honum alla tíð.

Platan var gefin út 1965 af SG-útgáfunni. Hún er 45 snúninga, svokölluð EP-plata, þannig að lögunum var í raun troðið á hana. En ég hlustaði mikið á hana sem barn á grammófóni foreldra minna sem var innbyggður í skáp þar sem var líka útvarpstæki. Eitthvað svona.

Ég færði þetta semsagt í tal við Ragga en sagði að platan væri týnd og tröllum gefin. Tveimur dögum síðar birtist hann með plötuna heima hjá mér og gaf mér hana. Mér þótti það afskaplega fallegt af honum og lýsa manninum vel – þessi plata sem ég passa nú vel upp á er kolfágæt. En mér finnst ég aldrei hafa þakkað honum nógu vel fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk