fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Eyjan

Andri Snær fær styrk frá ríkisstjórninni

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 14:23

Andri Snær Magnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita eina milljóna króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til gerðar heimildarmyndar um geðhvörf. Styrknum verður varið í lokafrágang myndarinnar og kynningarstarf, samkvæmt tilkynningu.

Heimildarmyndin sem ber heitið „Þriðji póllinn“ fylgir eftir tveimur Íslendingum sem lifa með geðhvarfasýki og gefur innsýn í veruleika þeirra og aðstandenda þeirra. Myndinni er ætlað að stuðla að hreinskilinni og opinni umræðu um geðsjúkdóma. Í tengslum við sýningu myndarinnar verður boðið upp á umræður, fræðslu og styrktarsýningar meðal annars í samstarfi við Geðhjálp.

„Er styrkveitingin í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar um mikilvægi þess að efla þjónustu í geðheilbrigðismálum hér á landi ekki síst hvað varðar forvarnir, fræðslu og lýðheilsu,“

segir í tilkynningu.

Leikstjórar myndarinnar eru Andri Snær Magnason og Anní Ólafsdóttir. Hún er í fullri lengd og verður sýnd í kvikmyndahúsum og í framhaldinu í Ríkissjónvarpinu. Jafnframt liggja fyrir umsóknir um sýningar á kvikmyndahátíðum víða um heim.  Fyrirhuguð frumsýning er í Háskólabíói 27. mars 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur

Nína Richter skrifar: Fjöldaframleiddar jólaklisjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG