fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Eyjan

Styrmir áhyggjufullur: „Mikið alvörumál fyrir samfélagið“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 21. febrúar 2020 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, segir það segja einhverja sögu um hugarástand fólks að 87,6 prósent félaga í BSRB hafi samþykkt verkfall sem nær til 15.400 félagsmanna. Verkfallið byrjar 9. mars hafi samningar ekki tekist.

Styrmir skrifar um málið á heimasíðu sína og bendir á að almannaþjónusta á borð við heilbrigðisþjónustu, skóla, sundlaugar og frístundaheimili muni lamast. Þá muni starfsmenn hjá skattstjórum og sýslumönnum leggja niður störf. Styrmir segir að ef til vill sé ekki mikil ástæða til bjartsýni.

„Slíkt verkfall er mikið alvörumál fyrir samfélagið og erfitt fyrir þá, sem utan við standa að skilja hvernig vera má að slík staða sé komin upp eftir að samningar náðust á almennum vinnumarkaði fyrir ári. Miðað við stöðuna í kjaraviðræðum Eflingar og Reykjavíkurborgar virðist ekki mikil ástæða til bjartsýni um framhaldið.“

Styrmir vill ekki segja til um hverjar pólitískar afleiðingar slíks verkfalls yrðu, en segir augljóst að það myndi reyna mjög á stjórnarsamstarfið. „Nema það sama eigi við um VG og Samfylkinguna, þ.e. að báðir flokkarnir hafi algerlega misst tengslin við rætur sínar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli