fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Eyjan

Björn Leví – „Ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. febrúar 2020 08:30

Björn Leví Gunnarsson. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, styður ekki þá áróðursherferð sem Efling rekur vegna kjaradeilu sinnar við Reykjavíkurborg. Hann segir himinn og haf þar á milli:

„Þetta tvennt er ekkert það sama, þó félagsmenn Eflingar séu auðvitað láglaunafólk, þá er það tvennt ólíkt; félagið og starf þess og félagsmenn,“

segir Björn Leví sem sjálfur vann á leikskóla.

Styður ekki aðferðafræðina

Hann er ekki hrifinn af aðferðafræði Eflingar:

„Áróðursherferðin sem er í gangi núna er heldur ekki eitthvað sem ég get stutt. Þar kristallast kannski helst munurinn á því að ég styð láglaunafólk en ekki Eflingu. Á meðan ég vona að þau nái góðum samningum þá get ég ekki stutt aðferðina,“

segir hann og nefnir sérstaklega að tilgangurinn helgi ekki meðalið almennt séð:

„Vandamálið er að í stjórnmálum þá er meðalið oft ansi beiskt, jafnvel úldið, en fær að viðgangast í skjóli leyndarhyggju og falsks „trúnaðar“. Það er sífellt verið að búa til vettvang þar sem hægt er að draga fram öll vopnin; tilfinningarökin, útúrsnúninga, hótanir, … allt saman. Ath. að hérna er ég að tala almennt um stjórnmál en ekki núverandi kjaradeilu. Það er hins vegar margt sem ég sé sem slær á þær nótur í umræðunni. Þess vegna er ég efins, ekki um kjarabæturnar heldur um meðalið.“

Stuðningur háður skilyrðum

Björn Leví segir að stuðningur sinn við kjarabætur lágláunafólks sé ekki skilyrðalaus:

„Fólk sem spyr mig, „styður þú Eflingu“ og ætlast til þess að það sé samasemmerki á milli þess og að styðja láglaunafólk … nei og nei. Á meðan ég styð kjarabætur láglaunafólks þá þýðir það ekki að ég styðji það skilyrðislaust. Ég bara virka þannig. Ég geri mér væntingar um meiri styttingu vinnuvikunnar, áróðurslausa umræðu og betri kjör. Eins og ég sé þetta þá tikkar núverandi kjaradeila í eitt af þeim boxum. Gangi þeim sem allra best með það og betur með hitt.“

Skrif Björns Leví koma í kjölfar þess að fyrirhuguðum fundi Eflingar með oddvitum meirihlutans í Reykjavík sem halda átti í dag hefur verið frestað vegna ónægrar þátttöku, þar sem oddvitarnir þáðu fæstir boðið.

Sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, að Píratar stæðu með láglaunafólki, og það hefði ekki staðið á henni að mæta á fundinn, en Efling hefur stillt kjarabaráttunni þannig upp að þeir sem ekki styðji Eflingu, styddu þar með ekki láglaunafólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið

Óttar Guðmundsson skrifar: Stóra málsháttamálið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir