fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Verðmunur á skólamat og skóladagvistun sveitarfélaga yfir 154 þúsund krónur á ári

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára en voru alltaf um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu mest, um 10,1%. Þetta kemur fram í tilkynningu um verðkönnun ASÍ.

Hækkunin nemur 3.875 kr. á mánuði eða 34.875 kr. á ári miðað við 9 mánaða vistun. Þess má geta að gjöldin á Seltjarnarnesi voru þau hæstu meðal þeirra 15 sveitarfélaga sem úttektin nær til fyrir breytinguna og eru það enn.

Minnstu hækkanir á gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat voru í Mosfellsbæ.

Mikill munur á hæsta og lægsta verði

Mikill munur er á heildargjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat milli sveitarfélaga en 68% eða 17.157 kr. munur er hæstu gjöldunum sem eru á Seltjarnarnesi, 42.315 kr. og þeim lægstu í Fjarðarbyggð, 25.158 kr. Munurinn á hæstu gjöldunum og þeim lægstu er því 154.413 kr. á ári.

10,1% hækkun á ári á skóladagsvistun og skólamat á Seltjarnarnesi
Í 14 af þeim 15 sveitarfélögum sem úttektin nær til, hækka heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat á bilinu 0,7%-2,6%. Seltjarnarnes sker sig hins vegar úr með 10,1% hækkun. Þar hækkar skólamatur, skóladagvistun og síðdegishressingin. Næst mest hækka gjöldin í Borgarbyggð um 2,6%. Þar á eftir koma fimm sveitarfélög með 2,5% hækkun; Garðabær, Reykjavík, Reykjanesbær, Kópavogsbær og Sveitarfélagið Skagafirði.

Minnst hækka gjöldin í Mosfellsbæ, 0,7% og næst minnst i Vestmannaeyjum, 1,1%.

Seltjarnarnes með hæstu gjöldin en Fjarðarbyggð þau lægstu
Mikill munur er á heildargjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat hjá sveitarfélögunum. Hæstu gjöldin eru á Seltjarnarnesi, 42.315 kr. og eru þau 68% eða 17.157 kr. hærri en lægstu gjöldn sem má finna í Fjarðarbyggð, 25.158 kr. Á einu ári nemur munurinn á hæstu og lægstu gjöldunum því 154.413 kr. sé miðað við að gjöldin séu greidd í 9 mánuði. Næst hæstu gjöldin eru í Garðabæ, 39.060 kr. Akureyri kemur þar á eftir með þriðju hæstu gjöldin, 37.653 kr.

Næst lægstu gjöldin má finna í Reykjanesbæ, 25.973 kr. og þau þriðju lægstu í Vestmannaeyjum 26.291 kr.

Skólamáltíðir 76% dýrari hjá Ísafjarðarbæ en í Fjarðarbyggð
Mánaðargjald fyrir skólamáltíðir er hæst hjá Ísafjarðarbæ, 11.130 kr. sem er 76% hærra en í Fjarðarbyggð þar sem vrðið er lægst, 6.300 kr. Næst hæst eru gjöld fyrir skólamáltíðir á Seltjarnarnesi, 10.899 kr. en þau þriðju hæstu í Vestmannaeyjumm, 10.353 kr. Næst lægstu gjöldin er að finna á Akranesi, 7.959 kr en þau þriðju lægstu í Sveitarfélaginu Árborg, 8.001 kr.

Mest hækkaði skólamaturinn á Seltjarnarnesi, 10,3% en engar hækkanir voru á skólamatnum í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum. Önnur sveitarfélög hækkuðu skólamáltíðir á um 2,1%-2,6%.

Gjöld fyrir forgangshópa
Einungis fjögur sveitarfélög, Garðabær, Kópavogur, Akraneskaupstaður og Seltjarnarnes, bjóða upp á lægri gjöld fyrir forgangshópa en misjafnt er hvernig þeim er háttað.

Þannig er 30% afsláttur af dvalargjaldi fyrir einstæða foreldra, öryrkja og námsmenn í Kópavogi, í Garðabæ er 40% afsláttur fyrir einstæða foreldra og námsmenn, á Akranesi er 35% afsláttur af gjöldum fyrir einstæða foreldra og á Seltjarnarnesi 40% afsláttur fyrir námsmenn og einstæða foreldra.

Frítt fyrir systkini
Systkinaafslættir þar sem afsláttur er af gjöldum ef fleiri en eitt barn geta haft mikil áhrif á heildarútgjöld fjölskyldna fyrir skóladagvistun. Afslátturinn er misjafn eftir sveitarfélögum og eykst yfirleitt með fjölda barna. Lægsta systkinaafsláttinn er að finna í Reykjanesbæ þar sem 25% afsláttur er fyrir hvert barn eftir fyrsta barn en þann næst minnsta í Fjarðarbyggð þar sem 25% afsláttur eru fyrir annað barn og 50% fyrir það þriðja.

Mesti systkinaafslátturinn er í Reykjavík þar sem 100% afsláttur er af gjöldum fyrir hvert barn eftir fyrsta barn. Næst mesti afslátturinn, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn er að finna í 4 sveitarfélögum, Skagafirði, Vestmannaeyjum, Seltjarnarnesi og Akureyri.

Tekið skal fram að systkinaafsláttur gildir í flestum tilfellum milli skólastiga.

Um samantektina
Samanburðurinn var gerður á gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat í 15 stærstu sveitarfélögum landsins. Til að einfalda samanburð milli sveitarfélaga miðar verðlagseftirlitið við mánaðargjald, 21 dag og vistun í þrjá tíma á dag eða 63 tíma í mánuði ásamt hressingu (x21) og hádegismat (x21). Ávaxtastund og mjólkuráskrift sem oft eru í boði eru ekki með í verðsamanburðinum. Ekki er tekið tillit til seðilgjalda eða annarra innheimtugjalda sem leggjast oft ofan á gjöldin.

Einungis er um verðsamanburð að ræða en ekki er lagt mat á gæði þjónustunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna