fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Eyjan

Hverfisgatan deyr að hluta til aftur – og hvað á svo að gera við húsnæðið?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við heyrum þær afleitu fréttir að Bíó Paradís – miðstöð kvikmyndamenningar á Íslandi – muni loka á næstunni vegna þess að eigendur hússins, félag sem kallast Karl mikli ehf. vill innheimta hærri leigu. Það þarf líka að ráðast í viðgerðir á þessu húsi. Eigendurnir tengjast meðal annars fjárfestingarfélaginu GAMMA.

Það þarf ekki að tíunda hvað þetta eru vondar fréttir fyrir menningarlífið. Bíó Paradís er staðurinn þar sem maður fer til að sjá öðruvísi myndir en þær sem komast í sali bíókeðjanna. En þær eru heldur ekki svo langt úti á jaðrinum. Undanfarið hefur bíóið sýnt myndir sem eru tilnefndar til Óskarsverðlauna líkt og Parasite og Marriage Story. Þarna eru haldnar kvikmyndahátíðir og svo efnt til sýninga á sígildum myndum.

Fyrir utan að poppið í Bió Paradís er eitt það besta í bænum.

Húsið á Hverfisgötunni var reist undir kvikmyndahúsið Regnbogann á sínum tíma. Það var fyrsta fjölsalabíó á Íslandi. Þarna er löng hefð fyrir kvikmyndasýningum – og þetta er eina bíóið sem er eftir í Miðborg Reykjavíkur. Maður trúir ekki öðru en að verði gripið inn í með einhverjum hætti og starfseminni bjargað.

Svo er spurningin, hvað á að gera við þetta hús ef Bíó Paradís hverfur burt? Miðbærinn er fullur af tómu húsnæði sem lítil spurn er eftir. Sumt af því er nýbyggt. Svo eru gömul hús sem standa auð.

Átakanlegt dæmi eru pósthúsið gamla og lögreglustöðin sem standa hlið við hlið í Pósthússtrætinu, sögufrægar byggingar sem eitt sinn gengdu mikilvægu hlutverki. Nú er Pósturinn farinn og líka Hitt húsið sem þarna hafði aðsetur með blómlega starfsemi.

Afleiðingin er að húsin standa auð og tóm við eina aðalgötu bæjarins, engum til gagns eða ánægju, en í eigu stórs fasteignafélags sem er að reyna að koma þeim í útleigu.

Verður ekki eitthvað svipað uppi á teningnum með Hverfisgötu 52?

Það hefur verið mikið talað um að Hverfisgatan sé að lifna við – það er meira að segja orðið gaman að ganga hana – en með hvarfi bíósins er víst að hún deyr að hluta til aftur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin er að moka flórinn eftir sjö ára óstjórn fyrri ríkisstjórnar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir

Óttar Guðmundsson skrifar: Algengir stjórnunarhættir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Manneskjur – ekki hugmyndafræði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna

Svarthöfði skrifar: Framsókn í útrýmingarhættu – menn verða að gæta orða sinna
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Rétturinn til fundafriðar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“

Segir að skipun Ólafs boði nýja tíma í vinnubrögðum á Alþingi – „Þarna fannst mér sleginn allt annar tónn“